Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hvalhræ fannst í fjörunni við Guðlaugsvík í Hrútafirði – Líklegast fullvaxinn hnýðingur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Jónsson þjóðfræðingur á Ströndum tók eftir litlu hvalhræi í fjörunni við Guðlaugsvík í Hrútafirði er hann keyrði þar framhjá.

Jón kíkti á hræið og tók myndir af því. Fannst honum líklegt að um fullvaxinn hnýðing væri að ræða, um það bil þrír metrar að lengd. Var hann þó ekki hundrað prósent viss með tegundina en um smáhval er að ræða.

Smáhvalurinn er fallegur.
Ljósmynd: Jón Jónsson

Á vef Náttúrufræðistofnun Íslands má finna þessa lýsingu á lifnaðarhættum hnýðinga:

Hnýðingar verða allt að 50 ára gamlir en ná kynþroska um það bil 10 ára. Burður er líklega annað til þriðja hvert ár og fæðast kálfar í maí-ágúst eftir 11 mánaða meðgöngu. Hnýðingar fara oftast um í smáum hópum, yfirleitt ekki fleiri en 10-20 dýr. Þó eru dæmi um miklu stærri hópa, jafnvel meira en þúsund dýr. Þá er talið að um sé að ræða tímabundna sameiningu hópa á svæðum þar sem mikið er um fæðu. Hnýðingar fylgja gjarnan bátum og stökkva upp úr sjónum með miklum gusugangi. Þeir fylgja stundum stórhvelum svo sem langreyði og hnúfubak en hafa líka sést í fylgd með háhyrningum hér við land.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -