Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Icelandair bregst við röskunum á flugi – Sendir þotu á Egilsstaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair bregður á það ráð að fljúga með þotu til og frá Egilsstöðum í kvöld. Gerir flugfélagið þetta til að mæta röskun sem orðið hefur á flugáætlun í dag sökum bilana.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Icelandair en fram kemur í frétt Austurfréttar að þotan fari í loftið frá Reykjavík klukkan 19:30 og Egilsstöðum 21:15. Áður mun hún fara til Akureyrar.

Þeir viðskiptavinir sem ekki geta nýtt sér flugið geta fyllt út eyðublað á vef Icelandair eða hringt í þjónustuver og fengið endurgreiðslu. Þá er einnig hægt að breyta dagsetningunni á fluginu.

Bilun kom upp í vél sem átti að fljúga til Akureyrar í morgun og varð morgunfluginu austur af þeim sökum aflýst. Var vélinni snúið aftur við til Reykjavíkur.

Samkvæmt Austurfrétt er þetta einungis nýjasta atvikið í langri röð raskana síðustu vikur en forsvarsfólk Icelandair hefur skýrt þær með aukinni eftirspurn eftir flugi eftir afléttingu samkomutakmarkanna, samhliða viðhaldi á vélum erlendis.

Síðustu daga hefur flugið verið „ítrekað langt á eftir áætlun, klukkutíma og oft meira en tvo klukkutíma, í að minnsta kosti einu flugi á dag síðan undanfarna viku,“ líkt að það er orðað á Austurfrétt

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -