Laugardagur 14. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Karlkyns álft skotin í Fellum: „Hefur gerst frekar snemma í morgun, hann var á lífi um sjöleytið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Álft fannst dauð í vegkanti austur á Héraði, nálægt Fremstavatni. Talið er að hún hafi verið skotin í höfðuð með riffli.

Svona gerir maður ekki. Ljósmynd: Einar Guttormsson

Ófögur sjón blasti við Einar Guttormssyni bónda á Krossi í Fellasveit í morgun. Karlkyns álft lá skotinn í vegkantinum en kvenfuglinn synti ein á Fremravatni. Álftaparið hefur komið ár eftir ár og komið upp ungum og hafa þau verið vinsæl meðal vegfaranda á svæðinu. Lögreglan kom á vettvang og óskar eftir frekari upplýsingum.

Samkvæmt frétt Rúv um málið er talið að álftin hafi verið drepin með 22 kalibera riffli en um er að ræða ólöglegt dráp enda álftin friðaður fugl.

Skelfileg aðkoma. Ljósmynd: Einar Guttormsson

Taldi Einar möguleika á því að keyrt hafi verið á álftina og hún svo aflífuð en fannst það ekki líklegt. Sagðist Einar í samtali við Mannlíf, að hann vildi ekki fullyrða um að þetta hafi borið að með saknæmum hætti „en þetta lítur bara þannig út klárlega, að hann hafi verið skotinn í hausinn. Þetta hefur gerst frekar snemma í morgun en hann var á lífi um sjöleytið.“ Segir hann parið hafa komið árlega um langt skeið og verpt við Fremstavatn. „Fullt af fólki hefur komið hingað til að horfa á þau, sér til ánægju.“

Viðurlög við drápi á friðuðum fugli má finna í 21. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum:

[21. gr.]1)

- Auglýsing -

Brot gegn lögum þessum og reglum, sem settar verða samkvæmt þeim, varða sektum [eða fangelsi allt að 2 árum] 2) og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis. Virða skal það refsingu til þyngingar ef um sjaldgæfar eða fágætar fuglategundir er að ræða, sbr. 7. gr. Sama gildir um æðarfugl og æðaregg, svo og stórfelldar ólögmætar fuglaveiðar og spjöll á friðlýstum varpstöðvum.

[Gera má lögaðila sekt fyrir brot gegn 17. gr. a. Um refsiábyrgðina fer eftir II. kafla A almennra hegningarlaga.] 3)

Tilraun til brota gegn lögum þessum og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, varða refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum.

- Auglýsing -

Gera má upptækt til ríkissjóðs: Ólöglegt veiðifang, egg eða eggjaskurn, veiðitæki og annan búnað sem notaður hefur verið við framkvæmd brots, [veiðifang sem boðið er til sölu eða selt í bága við sölubann skv. 17. gr. a], 3) svo og hagnað af ólöglegri veiði og sölu framangreindra verðmæta. Ekki er það upptöku til fyrirstöðu þótt annar sé eigandi veiðitækis eða annars sem upptaka er heimil á en sá sem sekur hefur reynst um brot á lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra. Að öðru leyti skal fara um eignaupptöku samkvæmt ákvæðum 69. gr. laga nr. 19/1940.

Lögreglan fer með rannsókn í málinu en ekki er vitað hver þarna var að verki. Lögreglan hvetur alla þá sem kunna að hafa upplýsingar um það eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Austurlandi í síma 444 0600 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -