Þriðjudagur 28. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Knattspyrnulið Grindavíkur notaði þrjá ólöglega leikmenn – Greiða 120.000 í sekt og tapa leiknum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Grindavík vann kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis 0-6 síðastliðinn laugardag en sigurinn var kærður því Grindavík lék leikinn með þrjá ólöglega leikmenn.

Kvennaliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í knattspyrnu hefur nú verið dæmdur 3-0 sigur í leik gegn Grindavík sem fram fór um síðustu helgi fyrir austan, vegna þess að gestirnir notuðu þrjá ólöglega leikmenn í leiknum. Austurfrétt fjallaði um málið í dag.

Fram kemur í úrskurði Knattspyrnusambandi Íslands að þrír erlendir leikmenn Grindavíkur hafi verið skráðir í erlend félög og því ólöglegir í leiknum. Allir léku þeir í byrjunarliðinu er liðin hittust í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í B deild Lengjubikarsins. Sigraði Grindavík 0-6. Auk þess að vera dæmdur ósigur er Grindavík gert að greiða 120.000 í sekt.

Fram kemur í Austurfrétt að Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir eigi næst leik á heimavelli gegn HK á laugardaginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -