Miðvikudagur 20. september, 2023
8.8 C
Reykjavik

Lambinu Ögn bjargað úr Krossneslaug – Fyrst var það kýr sem hafnaði í sundlauginni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
„Það hlaut að koma að þessu,“ skrifar sundlaugarvörðurinn í Krossneslaug um lambið Ögn sem var bjargað frá drukknun úr þessari hvað frægustu sundlaug landsins.
Ögn er þekktasta lamb landsins og fjölmargir sem fylgjast með henni á samfélagsmiðlum. Eins og Mannlíf greindi frá á dögunum hegðar lambið sér frekar eins og hundur eða barn þar sem það fylgir eigendum sínum hvert fótmál. Ögn er að sjálfsögðu heimalingur en gengur með bleiu og nýtur þeirra forréttinda að sofa hjá eiganda sínum, Kristínu Söru Magnúsdóttur, og fylgja honum í atvinnu og starfi.
Lambið Ögn í Krossneslaug. Mynd: Kristín.
Gestir sundlaugarinnar í Krossnesi hafa notið þess að hitta gimbrina Ögn og fylgjast með uppátækjum hennar sem enduðu svo með þeim ósköpum sem að framan er lýst. Það var sundlaugargesturinn Svanlaug Sigurðardóttir sem bjargaði Ögn frá bráðum bana og kom henni á þurrt þar sem hún fékk aðhlynningu.

Kýr í háska

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dýr fellur í Krossneslaug því árið sem hún var vígð, 1954, hafnaði kýr í lauginni og varð þjóðþekkt fyrir. Ekki var búið að girða laugina af þegar það gerðist og enginn á svæðinu. Vinnumaður á bænum Krossnesi kom að þar sem kýrin svamlaði í heitri lauginni án þess að fá sér nokkra björg veitt. Kallaður var út mannskapur til að bjarga kúnni sem vóg yfir 400 kíló og því flókið að koma henni upp á bakkann. Sú aðgerð tók margar klukkustundir og tókst loksins þegar þverböndum var komið á dýrið og því velt upp á bakkann.
Málið endaðí fjölmiðlum á sínum tíma og varð efni í skopteikningu í Speglinum þar sem höfuðið á Hermanni Jónassyni forsætisráðherra var teiknað á kýr á sundi. Aðgerðin við að bjarga Ögn, 69 árum síðar tók aðeins nokkrar sekúndur. Lambið er í dag hið sprækasta og stendur vaktina við sundlaugina.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -