• Orðrómur

Landfylling á Suðureyri: Vilja aukið framboð af byggingarlandi fyrir fyrirtæki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti erindi Fisherman á Suðureyri um leyfi fyrir framkvæmdum við landfyllingu við Brjótinn, Suðureyri, en þetta kemur fram á vefnum bb.is.

Samningur milli Fisherman og Ísafjarðarbæjar um afnot af landinu var gerður vorið 2020.

- Auglýsing -

Í fyrsta áfanga verksins – sem gert er ráð fyrir að taki í það minnsta tvö ár – verður komið fyrir 22.000 rúmmetrum af efni; alls er verkið landfylling upp á um það bil 30.000 fermetra að stærð og efnismagnið eitthvað um 100.000 rúmmetrar; þar af 7.000 rúmmetrar af grjóti.

Skipulagsstofnun úrskurðaði í júlí 2021 að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Tilgangur framkvæmdarinnar er fyrst og síðast sá að stuðla að auknu framboði á byggingarlandi fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi á Suðureyri; einnig að skapa aðstöðu fyrir starfsemi Fisherman og stuðla að vexti fyrirtækisins á Suðureyri.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -