Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Leki úr El Grillo stöðvaður með steypu – Kafari vonar að það dugi til

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Teymi vinnur að því hörðum höndum næstu daga að loka endanlega fyrir olíulekann úr El Grillo sem legið hefur á botni Seyðisfjarðar í rúmlega 80 ár.

„Við verðum að einhverja daga í viðbót að skrúbba og hreinsa og svo endum við á að steypa yfir þessi göt sem talið er enn leki úr,“ segir Árni Kópsson, kafari í samtali við Austurfrétt.

Árni og teymi hans, með hjálp frá Landhelgisgæslunni, vinnur að því næstu daga að loka endanlega fyrir olíuleka úr flaki olíubirgðarskipsins El Grillo. Flakið hefur legið á botni Seyðisfjarðar í rúm 80 ár en þrjár þýskar flugvélar gerðu sprengjuárás á skipið í seinni heimstyrjöldinni. Skemmdist skipið það mikið í árásunum að Bretar ákváðu að sökkva því, þrátt fyrir gríðarlegt magn af olíu sem var í skipinu. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar í gegnum árin, til að loka alveg fyrir lekann eða dæla allri olíu úr skipinu en án árangurs. Síðustu 15 árin hafa bæjarbúar reglulega orðið varir við olíubrák fyrir ofan flakið.

Í samtali við Austurfrétt segir Árni ómögulegt að gera mikið meira en orðið er, annað en skrúbba vel niður það sem hægt er þar sem talið er að leki og vona hið besta. Segir hann því verki miða vel og að menn voni að hægt verði að steypa fyrir á þeim tveimur stöðum sem lekið hefur frá undanfarið. Vonar Árni að það dugi til um tíma.

Þá er áætlað að settar verði upp flotkvíar í sumar til að fanga alla olíu sem mögulega mun koma upp úr flakinu í framtíðinni en einnig leitar ríkisvaldið að framtíðarlausn á málinu með hjálp sérfræðinga.

Hér má sjá magnað myndband af köfun við flakið árið 2014.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -