Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Listafólk á Seyðisfirði styrkir Úkraínu með sölu listaverka: „Mér varð mjög brugðið við árásina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúmlega 20 listamenn frá Seyðisfirði sameinast í Skaftfelli á sunnudaginn kemur á listaverkasölu en ágóðinn mun renna til mannúðarstarfs í Úkraínu

„Ég fór af stað því mér varð mjög brugðið við árásina. Ég þekki fólk frá Úkraínu sem búið hefur hér á Seyðisfirði. Stríðsátök eru alltaf slæm, en þau koma meira við mann þegar maður þekkir fólk sem verður fyrir barðinu á þeim og ég vildi geta gert eitthvað fyrir það,“ segir Julia Martin, forstöðumaður hjá Skaftfelli í samtali við Austurfrétt.

Tuttugu og fjórir listamenn, allir búsettir á Seyðisfirði, hafa ákveðið að gefa eitt eða fleiri verk til málefnisins. Einnig gefur Skaftfell ágóða af völdum veggspjöldum og bókum sem einnig verða til sölu.

Salan fer fram í sýningarsal Skaftfells á sunnudaginn milli 15:00 og 18:00 og mun söfnunarféð renna óskipt til Rauða krossins og þaðan í mannúðarstörf í Úkraínu.

„Sýningin sem nú er uppi lýkur á laugardag og sú næsta verður ekki sett upp fyrr en eftir helgi. Þegar við sáum að sýningarsalurinn yrði tómur einn dag settum við stefnuna á að gera eitthvað. Við sendum því skilaboð á fólk í bænum eða næsta nágrenni sem við vitum að hafa verið virkir í listsköpun. Þetta er ekki endilega atvinnulistafólk enda skiptir það ekki máli í þessu samhengi, heldur snýst þetta um að nota sköpunargáfuna til að hjálpa. Þetta snýst um að sameina þetta skapandi samfélag og safna fé með að gefa vinnu okkar, um leið og við sköpum samfélagsanda með að hittast og gera þetta saman. Við viljum sýna stuðning með þessu og minna á að sama hvort þú gefur tíma, pening eða vinnu þá er hægt að hjálpa,“ segir Julia ennfremur við Austurfrétt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -