Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Lögreglan brást rétt í máli skotmannsins – rannsókninni hætt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á vinnubrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli í lok ágúst síðastliðnum.

Maður á fimmtugsaldri réðist í hús við Dalsel á Egilsstöðum að kvöldi 26. ágúst þar sem hann skaut úr byssum sínum, bæði innan húss og utan. Skotin hæfðu hús og bíla í nágreninu. Þá ógnaði hann tveimur drengjum sem voru á heimilinu sem hann réðinn inn á. Að lokum skaut hann að lögreglunni sem skaut hann og særði. Var lífi hans bjargað með aðgerð á Landspítalanum.

Sjá einnig: Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður – Er í gæsluvarðhaldi til 30. nóvember

Samkvæmt frétt Austurfréttar, hóf embætti héraðssaksóknara strax rannsókn á árásinni sjálfri sem og vinnubrögðum lögreglu þetta umrædda kvöld. Hefur rannsóknin á árásinni leitt til ákæru en rannsóknin á vinnubrögðunum verið hætt eins og fyrr segir.

Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara segir í samtal við Austurfréttir að við rannsókn embættisins hafi ekkert komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu. Hafi því sá hluti málsins verið látinn niður falla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -