Þriðjudagur 18. janúar, 2022
1.8 C
Reykjavik

Loks mun ærslabelgur rísa á Egilsstöðum – Lómatjarnargarður varð fyrir valinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Loksins geta Héraðsbúar hoppað hæð sína í fullum herklæðum með hjálp ærslabelgs á nýju ári. Sér nú sem sagt fyrir endan á stóra ærslabelgsmálinu sem skekið hefur Egilsstaði á árinu. Hafa íbúar á svæðinu löngum kvartað yfir ærslabelgsleysi og hefur það reynst nokkuð erfitt að leysa það leysi.

Rúv fjallar um málið í dag. Margir bæjarbúar höfðu bent á Ljómatjarnargarð, sem er í miðju Egilsstaða, sem físilegan stað fyrir ærslabelg en aðrir mótmæltu því með þeim rökum að þar ætti að ríkja ró og friður. Þá datt bæjaryfirvöldum að setja upp belg á Villa park, eða Vilhjálmsvöll eins og hann kallast réttu nafni. Það reyndist við nánari skoðun ekki koma til greina því þá væri belgurinn fyrir sleggjukösturum sem gætu hæglega sprengt belginn sem og rotað hoppandi gesti vallarins.

En hver er þá lausnin? Ungmennaráð svæðisins ákvað að Lómatjarnargarðurinn yrði fyrir valinu eftir allt saman. Hefur það nú verið samþykkt í nefnd og bíður svo staðfestingar á efri stigum Bæjaryfirvalda.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -