Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Mannabreytingar hjá Háskólasetri Vestfjarða: „Ég vissi alltaf að ég myndi snúa aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hanna Lára Jóhannsdóttir og Ingibjörg Rósa Björnsdóttir hafa verið ráðnar í stöðu Markaðs- og vefstjóra við Háskólasetur Vestfjarða. Um tímabundna ráðningu er að ræða meðan Ingi Björn Guðnason er í ársleyfi vegna starfa fyrir Edinborgarhúsið á Ísafirði en Hanna Lára og Ingibjörg verða í hálfu starfi hvor.

Hanna Lára er frá Ísafirði en hefur búið í Reykjavík seinustu ár þar sem hún stundar nám. Hún er með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og er nú á lokasprettinum í meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hönnu hefur lengi dreymt um að flytja aftur til Ísafjarðar að námi loknu og komast í náttúrufegurðina sem svæðið hefur upp á að bjóða.

„Ég vissi alltaf að ég myndi snúa aftur, það var bara spurning um hvenær. Fólki í kringum mig fannst þetta mjög spennandi og nefndu mörg að þau væru sjálf til í að flytja út á land.“

Hanna hefur meðal annars starfað við ferðaþjónustu þar sem hún sá um skipulagninu ferða og umsjón með samfélagsmiðlum og myndatökum. Þar að auki hefur hún unnið fjölbreytt störf með skóla og er nú að fara skrifa meistararitgerðina samhliða starfinu hjá Háskólasetrinu.

„Ég er ánægð með það tækifæri að fá að starfa við eitthvað sem tengist náminu mínu og ég er mjög spennt að sýna erlendum nemendum þetta líflega háskólasamfélag sem Háskólasetur Vestfjarða býður upp á“.

Ingibjörg Rósa er Mýrdælingur að uppruna en hefur síðasta áratuginn búið erlendis. Hún er með meistaragráður í ensku og blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og hefur starfað m.a. á Morgunblaðinu, fréttastofu RÚV og Reykjavík Grapevine auki fleiri miðla en heldur nú vestur á bóginn.

- Auglýsing -

„Flestum sunnlenskum vinum mínum þykir þetta algjört glapræði enda með nokkuð gamla sýn á hvernig Vestfirðir eru í dag. Svo hefur komið í ljós að mörg þeirra hafa bara aldrei komið þangað en ég vona að þau verði dugleg að heimsækja mig svo ég geti sýnt þeim þetta stórkostlega fallega landsvæði. Þeim þykir reyndar dálítið skrítið að ég ætli að búa á Flateyri en starfa á Ísafirði, fatta ekki hvað það er auðvelt að skutlast á milli!“

Síðustu árin hefur Ingibjörg verið sjálfstætt starfandi  frá Bretlandi og sinnt blaðamennsku og annarri textavinnu sem og stundakennslu við HÍ og Háskólann á Bifröst. Einnig hefur hún skipulagt viðburði á Íslandi á borð við uppistandshátíð og tónleika og rekur netverslun.

„Ég kolféll fyrir Vestfjörðum þegar ég fór í gumakaup á Ísafirði árið 2009 og sumarið eftir leigði ég hús í Bolungarvík í einn mánuð bara til að kynnast svæðinu betur. Síðan þá hefur jarðgöngunum fjölgað og mikil uppbygging orðið sem ég hef fylgst nokkuð með, ekki síst starfsemi Háskólasetursins, svo mér þykir ægilega spennandi að fá þetta tækifæri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -