Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Miklar skemmdir á slökkvistöðinni á Reyðarfirði: „Það var vont veður og síðan var fjandinn laus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarmiklar skemmdir urður á slökkvistöðinni á Hrauni, við álverslóðina á Reyðarfirði í óverðrinu í gær. Hurðir og og veggplötur hreinlega sprungu af húsinu og ljóst að tjónið er umtalsmikið. Hefur vaktþjónustu verið komið í skjól hjá björgunarsveitinni á Reyðarfirði.


„Það sprungu inn hurðir á norðurgafli hússins, þeirri hlið sem vissi upp í vindinn. Síðan fór hluti af veggnum hinu megin,“ sagði Sigurjón Valmundsson, slökkvistjóri í Fjarðabyggð í samtali við Austurfrétt.

Segir hann að sem betur fer hafi enginn verið í bílasalnum er hurðirnar fóru af. Fuku sex þeirra alveg af og sú sjöunda skemmdist. Það slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk sem var á vakt í húsinu kom sér í skjól í mesta hamaganginum.


„Það var vont veður og síðan var fjandinn laus. Það var heilmikið havarí þegar þetta gerðist en fólk hélt síðan til í þeim hluta hússins sem var alveg öruggur,“ sagði Sigurjón ennfremur við Austurfrétt.

Seinni partinn í gær og í nótt var engin vakt í húsinu en henni hefur nú verið komið fyrir tímabundið í Þórðarbúð, húsi björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði. „Við gátum haldið okkar lágmarksviðbragði svo þetta hafði ekki áhrif á útkallsgetuna.“

Er nú lagt allt kapp á að loka slökkvistöðinni, áður en frekari viðgerðir verða metnar. Innandyra urðu einhverjar skemmdir, helst á veggjum og hurðarköntum og víðar vorur innanstokksmunir og pappír á rúi og stúi.

- Auglýsing -

Þá má sjá beyglur á bifreiðum slökkviliðsins en bíllinn annast að jafnaði sjúkraflutningar í Fjarðarbyggð. Rúða brotnaði í tækjabíl og þriðja sjúkrabílnum.

Eins og sjá má á ljósmyndum slökkviliðsins má sjá að ekki var um neina golu að ræða í gær.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -