Fimmtudagur 18. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Nýr leikskóli í Fellabæ enn á áætlun: „Sjálf hef ég bara heyrt að verktakarnir séu bjartsýnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýr leikskóli mun rísa í haust í Fellabæ í Múlaþingi. Heildarkostnaður eru tæpar 400 milljónir króna.

„Við ráðgerum að opna skólann þann 20. september, taka inn 40 börn í fyrstu atrennu og svo er hugmyndin að bæta við fleiri börnum strax um áramótin,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings í samtali við Austurfrétt.

Í Austurfrétt kemur fram að brátt muni glæsilegur nýr leikskóli rísa í Fellabæ á Héraði en hafa framkvæmdirnar staðið yfir í tæpt ár og hafa gengið vel. Áætlað er að verkið muni kosta tæpar 400 milljónir króna.

Óðum styttist í opnun glæsilegs nýs leikskóla í Fellabæ en framkvæmdir við skólann hafa staðið yfir í tæpt ár og þær gengið að óskum. Áætlaður heildarkostnaður við verkið eru tæplega 400 milljónir króna.

Svo hægt sé að opna skólann á tilætluðum tíma er enn talsverð vinna eftir en áður hafði opnuninni verið frestað um mánuð. Enn eiga rafvirkjar eftir að koma og tengja flest ljó og þá vantar vegg- og gólfefni að stórum hluta en aukreitis er allmikil jarðvinna eftir fyrir utan hinn nýja leikskóla, svo börnin geti leikið sér án vandkvæða.

Austurfrétt hefur eftir Jónínu að byggingarnefnd skólans muni hittast von bráðar og fara yfir stöðuna en tekur hún fram að engin alvarleg vandamál komi upp ef ekki næst að opna á réttum tíma.

- Auglýsing -

„Alls ekki. Við erum auðvitað með starfandi leikskóla á staðnum og ef einhverra hluta vegna verða tafir þá finnum við lausnir á því þegar þar að kemur. Sjálf hef ég bara heyrt að verktakarnir séu bjartsýnir á að þetta gangi allt upp.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -