Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Nýr miðbær Egilsstaða gerir ráð fyrir 160 íbúðum – Opin torg og græn svæði fjarri bílaumferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gert er ráð fyrir 160 íbúðum í nýlega staðfestu deiliskipulagi í miðbæ Egilsstaða. Þá er einnig gert ráð fyrir verslun og þjónustu á neðri hæðum íbúðanna. Hefur hinn nýji miðbæjarkjarni hlotið nafnið Straumur en göngugatan Ormurinn er þar í lykihlutverki. Auglýsir nú Múlaþing eftir samstarfsaðilum um uppbygginguna.

Fram kemur á heimasíðu Múlaþings að nú sé hafin uppbygging á nýjum miðbæ á Egilsstöðum og að þar sé gert ráð fyrir 160 íbúðum í bland við verslun og þjónustu. Takmarkið sé að „skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð,“ eins og það er orðað á síðunni. Hefur miðbæjarkjarninn fengið nafnið Straumur og göngugatan sem þar má finna mun heita Ormurinn, með vísun í þjóðsöguna um Lagarfljótsorminn.

Tölvumynd af nýjum miðbæ Egilsstaða
Mynd: Mulathing.is

Segir einnig á síðu Múlaþings að lagður verður grunnur að fögru og vel byggðu umhverfi með vandaðri miðbæjarbyggð. Þá verði einnig sköpuð aðstaða fyrir verslun og þjónustu sem laðar að íbúa fjórðungsins og ferðamenn. Tengin við farþegar í gegnum alþjóðaflugvöllin á Egilsstöðum og með Norrænu á Seyðisfirði, opnar einnig mjög stór tækifæri í ferðamennsku að sögn síðunnar.

Héraðsbúar hafa beðið lengi eftir miðbæ á Egilsstöðum en árið 2004 var haldin hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæ þar sem arkitektstofan ARKÍS vann fyrstu verðlaun. Var deiliskipulag samþykkt árið 2006 en komst aldrei til framkvæmda. Árið 2015 var svo ákveðið að hefja að nýju undirbúning við breytingu á deiliskipulaginu og var þá ARKÍS fengið til að vinna skipulagið í samvinnu við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Frumdrögin voru svo kynnt í stýrihópi ári síðar en árið 2021 var endurskoðað skipulag samþykkt.

Núverandi miðbær Egilsstaða
Ljósmynd: Rúnar Snær Reynisson

Árið 2015 hófst á ný undirbúningur við breytingu á deiliskipulaginu og var ARKÍS falið að vinna skipulagið í samvinnu við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Ári seinna voru frumdrögin kynnt í stýrihópi og árið 2021 var endurskoðað skipulag samþykkt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -