Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ófögur aðkoma skipafarþega á Seyðisfirði: „Seyðisfjarðarbær sjálfur er mjög fallegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhallur Pálsson arkitekt vakti athygli á ljótri aðkomu skipafarþegar á Seyðisfirði, í samtali við Austurfrétt. Þar má ljósmynd sem hann tók nálægt höfninni þar sem tugþúsundir ferðamanna koma með skemmtiferðaskipum í hverri viku.

„Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi ekki verið miklu verra hér í fortíðinni en ljótt er það samt og þetta það fyrsta sem tugþúsundir ferju- og skipafarþega sjá þegar komið er inn fjörðinn,“ segir Þórhallur Pálsson, arkitekt í færslunni.

Austurfrétt fjallaði um áhyggjur Þórhalls í dag. Þar kemur fram að Þórhallur hafi um tíma verið hugsi yfir þeirri sjón sem blasi við skipafarþegum sem koma til Seyðisfjarðar en talsvert magn af rusli má finna meðfram ströndinni og sést það vel er komið er inn að bænum. Meðal þess sem Þórhallur bendir á eru gamlir bílar, ryðgað járn, plastbalar og fúin bretti.

Aðkoman er ljót.
Ljósmynd: Þórhallur Pálsson

„Ég veit af reynslu að það er stórkostlegt að nálgast landið okkar af sjó. Tignarleg fjöllin vekja mikil hughrif og ekki síst þegar sólin leikur um tindana á sumrin. Djúpur fjörðurinn ekki síður heillandi en þegar nær dregur bænum er það þetta rusl og drasl um allt sem fólk tekur eftir. Sem mér finnst synd hin mesta því Seyðisfjarðarbær sjálfur er mjög fallegur með öll sín gömlu hús og á betra skilið.“

Vonar Þórhallur að annaðhvort menn á Seyðisfirði eða í sveitarfélaginu Múlaþingi taki á honum stóra sínum og lagi aðkomuna, nú þegar stór skemmtiferðaskip heimsækja fjörðinn á sólarhringsfresti. Vill hann meina að rusl á víðavangi eigi ekkert skylt við hugmyndir fólks um hið hreina og fallega Ísland.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -