Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Olíuleki á Suðureyri – Orkubú Vestfjarða harmar afleiðingarnar fyrir fuglalífið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orkubúi Vestfjarða barst á föstudaginn tilkynningu frá íbúa á Suðureyri sem tekið hefði eftir sterka olíulykt frá kyndistöð Orkubúsins á Suðureyri. Við athugun kom í ljós leki sem hefði komið frá olíubirgðatanki fyrir kyndistöðina.

Bæjarins besta segir frá málinu í dag en þar segir að Orkubú Vestfjarða hefði haft samband undir eins við heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og lögreglu. Strax var byrjað að tæma tankinn í kjölfarið og verður hann tekinn úr notkun til frambúðar. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá O.V.

Tankurinn er birgðatankur við kyndistöð sem ku vera varaafl fyrir rafkynta hitaveitu á Suðureyri. Venjulega væri kyndistöðin rafkynt en líkt og sagt hefur verið frá í fréttum hefur afhending á raforku til kyndistöðvarinnar verið skert vegna ákvæða í samningum á mili O.V. og Landsvirkjunar. Orkubúið óskaði eftir því við Landsvirkjun fljótlega eftir lekann, að fá leyfi til að tryggja hita í hús á Suðureyri með því að fá að skipta aftur yfir á raforku, vegna neyðartilfellis. Það leyfi hlaust samstundis og hefur kyndistöðin því verið keyrð á raforku síðan og mun verða það þar til nýr olíutankur verður tekinn í notkun aftur.

Í yfirlýsingu Orkubús Vestfjarða kemur fram að Orkubúið harmi þær afleiðingar sem olíulekinn hefur haft á fuglalíf á staðnum. Stærð olíulekans og afleiðingar munu líklegast skýrast á næstu dögum. Yfirvöld eru höfð með í ráðum varðandi allar ákvarðanir um frekari viðbrögð og hreinsunaraðgerðir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -