Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Ómar segir landsbyggðina hlæja: „Hlálegt að kalla nokkurra sentimetra snjóföl fannkyngi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson skrifar stutta en skemmtilega færslu á bloggsíðu sinni í morgun með fyrirsögninni „Hlálegt að kalla nokkurra sentimetra snjóföl fannkyngi.“

Segir Ómar að það vekji kátínu landsbyggðarinnar þegar Reykvíkingar tala um að snjó kyngdi niður þegar smá snjókoma er.

Ómar Ragnarsson

„“Snjó kyngdi niður“ og hliðstæð ummæli um nokkurra sentimetra þykkan snjó, sem féll á höfuðborgarsvæðinu vekur kátínu hjá m0rgum úti á landi, þar sem slíkt teljast smámunir. En svona urðu Reykvíkingar vanir snjóleysinu, sem var hér í fyrravetur og snjóléttum vetrum þar á undan.“

Bendir Ómar svo á hið augljósa, að ástæðan fyrir umferðaröngþveitinu sem skapaðist í Reykjavík í gær er ekki snjónum að kenna þannig séð.

„Hinar miklu umferðartafir, sem urðu, skópust vegna bíla, sem voru á sléttum sumardekkjum svipað og stundum gerist á Bretlandseyjum ef það snjóar þar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -