Föstudagur 11. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Prestur mun stjórna Herjólfi – Gott að fá mann sem er í góðum tengslum við almætti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Jóhann Borgþórsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Herjólfs.

„Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann hefja störf 1. janúar nk.“ segir í tilkynningunni.

Ólafur er fæddur í Vestmannaeyjum og er 43 ára aldri. Árið 2006 útskrifaðist hann með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem prestur frá árinu 2007 á höfuðborgarsvæðinu. en við ráðninguna mun hann flytja til Vestmannaeyja.

Að lokum segir í tilkynningunni, að stjórn Herjólfs bjóði Ólaf Jóhann velkominn til starfa og þakki þeim sem sóttu um starfið.

Í samtali við Eyjafréttir sagði stjórnarformaður Herlólfs ohf, Páll Scheving, að helsti óvinur samgangna værii náttúran og að ekki sé slæmt að fá mann til starfa sem sé í góðum tenglsum við almættið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -