Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Segja bæjarstjórnina áhugalausa um viðhald á lystigarði: „Hann stendur alls ekki undir nafni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarbúar í Neskaupsstað eru margir ósáttir við lítinn áhuga bæjarstjórnar Fjarðabyggðar á að viðhalda eða þróa lystigarðinn í bænum.

Garðurinn hefur ávallt verið vinsæll meðal bæjarbúa og þar farið fram afmæli og jafnvel brúðkaupsveislur en nú er bara svo komið að hann stendur alls ekki undir nafni sem lystigarður á nokkurn hátt,“ segir Helga Magnea Steinsson, sem situr í lystigarðsnefnd kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað en Austurfrétt segir frá málinu.

Voru það einmitt kvenfélagskonur á sínum tíma sem fengu reitinn til afnota og hafa síða lagt sleitulaust fram vinnu og tíma til að halda garðinum dáfríðum fyrir íbúa.

„Við höfum undanfarið verið með undirskriftasöfnun vegna þessa og þar kemur vilji bæjarbúa mjög sterkt fram og þann lista ætlum við að afhenda formlega líklega síðar í þessari viku,“ segir Helga. „Það má segja að þetta sé í annað skipti á tíu árum sem lystigarðurinn stendur ekki undir nafni sökum þess að aðgengi bæði að honum og í honum er lítið sem ekkert. Aldrað fólk eða fólk í hjólastólum kemst einfaldlega ekki í garðinn. Vandamálin eru fjölmörg. Stígar eru ónýtir og illfærir, lýsingu þarf að bæta mikið og svo má ekki gleyma brýnni viðgerð á gosbrunninum í garðinum.“

Bendir Helga á að lystigarðurinn eigi í ágúst árið 2024 níutíu ára afmæli og vonast kvenfélagið eftir því að bæjaryfirvöld taki sig til fyrir þann tíma og geri garðinn aftur að vinsælum miðpunkti í Neskaupsstað eins og það er orðað á Austurfrétt.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -