Fimmtudagur 1. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Segja grunnskóla á Austurlandi ekki njóta sanngirnis í Skólahreysti – Vilja undankeppnina austur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Grunnskólar á Austurlandi sitja ekki við sama borð og aðrir þegar kemur að Skólahreysti. Þessu halda Ungmennaráð bæði Fjarðabyggðar og Múlaþings fram.

Í frétt Austurfréttar kemur fram að Ungmennaráð sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Múlaþings fari fram á það við aðstandendur hinnar vinsælu grunnskólakeppni Skólahreysti, að grunnskólar austanlands fái að njóta sanngirnis þegar kemur að undankeppni keppninnar.

Skólahreysti hefst bráðlega en síðustu ár hefur keppnin einungis farið fram á Suðvesturhorni landsins. Þykir ungmennaráðunum þetta miður og hvetja eindregið til þess að styrktaraðilar sem og aðstandendur keppninnar, sýni því skilning að allir eigi að njóta sanngirnir og hafa sömu möguleika. Hvetja þau til þess að undankeppnin verði aftur færð austur í einhverjum formi því aðeins þannig geta keppendur á Austurlandi notið stuðnings samnemenda sinna líkt og skólar fyrir sunnan.

„Á Austurlandi eru 12 grunnskólar sem fá ekki sömu tækifæri í Skólahreysti vegna þessa fyrirkomulags. Það hefur reynst mörgum grunnskólunum of dýrt að senda stuðningslið með keppendum og því hafa nemendur frá Austurlandi sem keppa ekki sama stuðning í undankeppninni og aðrir. Mikil stemmning hefur myndast hjá liðunum þegar þau sjá vini sína, samnemendur, kennara og foreldra hvetja þau áfram.“

Þá er mikill áhugi hjá ungmennaráðunum að aðstoða við uppsetningu á Skólahreysti fyrir austan ef til þess kemur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -