Fimmtudagur 8. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Seyðisfjörður einn fallegasti smábær Evrópu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Enn og aftur hefur Seyðisfjörður ratað á lista yfir fallegustu smábæi Evrópu. Í þetta skipti er það þýski ferðavefurinn Reisereporter sem birti lista yfir 15 fallegustu smábæi Evrópu.

Austurfrétt segir frá heiðrinum sem Seyðifirði er sýndur með þessu; í samantektinni er meðal annars talað um að þrátt fyrir fámenni sé að finna fjölbreytta þjónustu í mat, drykk og gistingu á Seyðisfirði. Þá gangi ferja til Danmerkur þaðan með viðkomu í Færeyjum, auk þess sem rétt fyrir utan bæinn megi finna skúlptúrinn og hljóðlistaverkið Tvísöngur.

Reyndar gætir örlítillar villu í textanum samkvæmt Austurfrétt; þar er sagt að Bláa kirkjan, við enda Regnbogastrætisins, sé hvít.

Guðlast myndu einhverjir segja.

Seyðisfjörður er fámennasta þorpið á listanum, með 659 íbúa, en ekki munar þó miklu því að á Folegrandos, sem er reyndar grísk eyja með þremur þorpum, búa 765 íbúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -