Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Seyra í höfninni í Norðurfirði: Hreinsitækni segir ekkert óeðlilegt við það

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sjónarvottar urðu vitni að losun rotþróarinnar í höfnina við Norðurfjörð þar sem mikinn óþef lagði frá. Kvartanir höfðu borist um málið og heyrði Mannlíf í Evu oddvita Árneshrepps og Svani, sölustjóra Hreinsitækni sem sjá um að tæma rotþránnar.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps sagði í samtali við Mannlíf að hún hefði ekki fengið fréttir af þessu máli, en ætli að skoða hvað hafi nákvæmlega farið fram.

Svanur Sævar Lárusson, sölustjóri Hreinsitækni útskýrði í samtal við Mannlíf hvað hafi í raunin gerst út frá þeirra sjónarmiði og hvernig þeir tæma rótþrær.

„Atvikið átti sér stað þann 5. ágúst 2022. Þetta er allt unnið eins og venjulega og ekkert örðuvísi verklag og að öllu leyti rétt staðið að þessu af okkar hálfu,“ segir Svanur. Við værum ekki að tæma þrónna ef það væri ekki beiðni þar um.

Svanur segir ennfremur að; „það sé mjög eðlilegt að finna óþef strax eftir að rotþró er „tæmd“ það er verið að hræra upp í gumsinu sem er í henni svo það gerist alltaf allstaðar.

Rotþró er grafin í jörðu svo það er ekki hægt að fara með hana eitthvert og tæma hana og þannig hefur þetta ekkert með förgunarstað að gera. Þarna er bara verið að tæma rotþró. Það eru fleiri þúsund rotþrær tæmdar á þennan hátt á hverju ári.“

- Auglýsing -

Svanur útskýrir nákvæmar frá aðgerðinni. „Tæming á rotþró fer þannig fram að öllu er dælt úr þrónni upp í endurvinnslubíl sem skilur allt rusl og þurrefni frá vökvanum.

Vökvanum er síðan dælt aftur í þrónna í tvennum tilgangi:

  1. Til að viðhalda virkni vökvans svo hann brjóti niður seyruna sem kemur í þrónna og til að koma í veg fyrir að þróin falli saman líkt og getur gerst ef hún er alveg tóm.
  2. Þegar rotþró er sett niður þá er í langflestum tilfellum sett siturlögn frá þrónni.“

Varðandi þrónna í Norðurfirði; „þá var það þannig að þar er engin siturlögn svo þegar vökvanum er dælt í þrónna aftur þá fer lítill hluti af vökvanum beint út úr þrónni og í þessu tilfelli beint út í sjó í staðin fyrir að fara í siturlögn sem er ekki fyrir hendi.“

Sigurlögn. Útskýringamynd. Aðsend mynd.
- Auglýsing -

Leiðbeiningar frá Umhverfisstofnun:

Rotþróin tæmd

„Ef skólpvatn er flutt í burtu með seyrunni er rétt að skilja eftir dálítið af
seyru í fyrsta hólfi rotþróar þegar tæmt er og fylla svo þróna með
vatni. Þá fer rotnun fljótar í gang aftur. Þjónustuaðili á að skila
seyrunni á viðurkenndan förgunarstað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -