Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Skipstjóra Herjólfs loksins gert að hætta – Reiknar með að þetta gerist ekki aftur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Skipstjóri Herjólfs sem snemma á árinu varð uppvís að því að sigla án atvinnuréttinda og falsa skýrslur um það hver hefði siglt bátnum hefur komist að samkomulagi við Herjólf ohf. um starfslok. Staðfesti framkvæmdarstjóri Herjólfs, Hörður Orri Grettisson, þetta í samtali við mbl.is.

Mannlíf fjallaði um málið ásamt fleiri miðlum fyrr á árinu en þá hafði skipstjóri í Herjólfi verið lækkaður í tign eftir að upp komst að hann hélt áfram að sigla skipinu eftir að réttindi hans runnu út. Þá skráði hann aðra skipstjóra fyrir siglingunum. Mannlíf upplýsti um að þessi tign sem hann var strípaður af hafi í raun verið búin til handa honum nokkru áður, en hann var gerður að yfirskipstjóra Herjólfs, titill sem ekki var til áður og var hann lækkaður niður í venjulegan skipstjóra. Þá upplýsti Mannlíf einnig um tiltal sem skipstjóri fékk í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gagnvart tveimur stúlkum í starfsliði skipsins. Samkvæmt heimildum Mannlífs var skipstjórinn afar óvinsæll meðal skipverja Herjólfs og mikill titringur um borð.

Sjá einnig: Réttindalaus skipstjóri áminntur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart stúlkum í áhöfn Herjólfs

Samkvæmt mbl.is komst skipstjórinn og Herjólfur ohf. nú að samkomulagi um starfslok sem tilkynnt voru starfsmönnum í gær. Hörður vildi ekki tjá sig um ástæðu þess að til starfsloka hafi komið nú en ekki um leið og upp komst um brot hans, en sagði að um væri að ræða mjög erfitt mál.

Býst Hörður ekki við að þetta muni endurtaka sig en félagið hefur nú skerpt á verklagsreglum sem voru þegar til staðar en hafi ekki reynst nægilega góðar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -