- Auglýsing -
Gul viðvörun á Vestfjörðum á morgun vegna veðurs. Færð og akstursskylirði erfið og getur versnað þegar líða tekur á daginn á morgun. Þá er spáð snjókomu nær sjávarmáli og vindur verður á bilinu fimmtán til 23 metrar á m/s.
Veðurspá á landinu næstu daga er heldur kuldaleg og er hitanum hvergi spáð yfir níu gráður.
Veðurhorfur eru bestar á Austurlandi en verstar inn til landsins og á Vestfjörðum.
Lítur út fyrir mikið hvassviðri á Vestfjörðum og mikilli úrkomu er spáð í vikunni um land allt á þriðjudag og föstudag.
Snjókomu er spáð með hléum inn til landsins og á fimmtudag er spáð þriggja stiga frosti á Akureyri.