Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Sögufrægu skipi frá Siglufirði lagt: „Þetta er skip með sál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sögufrægt skip tekið úr umferð.

Hinu sögufræga skip Múlaberg frá Siglufirði hefur verið lagt eftir að leka í síðustu veiðiferð og viðgerð talin vera of dýr til að borga sig en skipið er fimmtíu ára gamalt.

„Þetta er skip með sál. Þetta er löng saga,“ sagði Finnur Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlaberginu á Siglufirði, í samtali við Fiskifréttir. Áhöfn skipsins hafi verið sagt upp en allt 15 manns starfa á skipinu. Ísfélagið tilkynnti áhöfninni um uppsögnina en eftir á að senda uppsagnarbréf. „Kannski stendur í bréfinu að það verði reynt að koma mönnum fyrir á öðrum skipum félagsins. Ég bara vona það,“ sagði skipstjórinn. 

„Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ sagði Finnur og það gæti verið að mönnum bjóðist pláss á nýju skipi sem er verið að smíða í Tyrklandi „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“

Í frétt Fiskifrétta er greint frá því að Múlaberg sé einn tíu svokallaðra Japanstogara sem komu til Íslands fyrir um 50 árum. Þegar Múlabergi verður lagt þá sé Ljósafell eini togarinn eftir af hinum tíu upprunalegu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -