Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Sprengjufaraldur á Selfossi – Sérsveitin eyddi heimatilbúinni sprengju sem fannst úti á götu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Heimagerðar sprengjur hafa sprungið á Selfossi síðustu daga en lögreglan og slökkviliðið á Selfossi fjarlægði í gær leifar af flöskusprengju skammt frá skólalóð Sunnulækjaskóla.

Að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns var engin hætta á ferðum, um rusl hafi verið að ræða og leifar af einhverju sem var sprengt síðustu daga. „Það var ekki skoðað vandlega heldur bara fært í ruslið, svo ekki væri hætta af,“ sagði Oddur í samtali við sunnlenska.is.

Virðast sprengjurnar sem sprungið hafa á Selfossi síðustu daga, innihalda ætandi efni sem gæti verið skaðlegt ef það berst í augu eða húð.

Í gærmorgun var mikill viðbúnaður og götulokanir á gatnamótum Tryggvagötu og Engjavegar, eftir að tilkynning barst um sérkennilegan hlut. Mætti þá sérsveit ríkislögreglustjóra með dróna og vélmenni á vettvang. Kom í ljós að um heimagerða sprengju væri að ræða og var henni eytt.

Ítrekar lögreglan að þeir sem telji sig finna órofna plastflöskur sem bera þess merki um að torkennileg efni séu í þeim, skuli alls ekki hreyfa við þeim heldur hafa beint samband við 1-1-2 og tilkynna til lögreglu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -