Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Sr. Sigurður gaf Norðfjarðarkirkju veglega kveðjugjöf: „Sagan endurtekur sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norðfjarðarkirkju barst vegleg gjöf frá Sr. Sigurði Rúnari Ragnarssyni, sóknarpresti í Norðfjarðarkirkju til tuttugu ára og fjölskyldu hans. gáfu þau kirkjunni nýtt altarisklæði þegar hann kvaddi söfnuð sinn formlega í vor.

Segir Sigurður í samtali við Austurfrétt að klæðið sé gefið til minningar um ömmur hans og móður sem hafi stutt vel við kirkjuna. „Þær voru einlægar kirkjukonur og velunnarar í kirkjustarfinu með ýmsu móti. Þá sunnudaga sem ekki var messað hér var hlustað á útvarpsmessuna á heimilum afa og ömmu. Presturinn var líka oft heimagangur hjá þeim. Sr. Páll og Kristrún amma mín voru einstakir vinir og náðu vel saman,“ rifjar Sigurður upp.

Sigurður segir að klæðin, sem eru græn í grunninn, með táknum eru Alfa og Omega í krossi, vera til að fyrra upp með búnaði kirkjunnar. Til útskýringar segir hann að til hafi verið pör af höklum og altarisklæðum nema með einum grænum hökli hafi ekki verið samsvarandi altarisklæði. Fyrr en nú. „Græni liturinn er ætlaður fyrir sunnudaga eftir þrettándann og fram að föstu með þessum viðhafnarbúnaði fyrir kirkjuna mína,“ útskýrir hann í viðtali hjá Austurfrétt.

Í kirkjunni var þó fyrir til grænn hökull og altarisklæði í stíl en táknir voru skúta með kross í mastri. Voru þau gefin af Sjómannadagsráði á Norðfirði til minningar um föður Sigurðar sem lengi var hafnarstjóri í Neskaupsstað og formaður sjómannadagsráðs.

Prýðir það sett altarið og prestinn venjulega á sjómannadaginn og er notað í hátíðarmessu á sjómannadaginn og fram að aðventu. „Það var mér sértök tilfinning í minni fyrstu messu á Norðfirði, á sjómanndaginn 1999, að vera í þessum minningarhökli um Ragnar föður minn. Svipuð tilfinninga gagntók mig er ég gekk í fyrsta sinn inn í kirkjugarðinn á Skorrastað, í minni sókn. Forfaðir minn í fimmta lið, sr. Hinrik Hinriksson, þjónaði þar. Það má því segja með sanni að sagan endurtaki sig með ýmsum hætti!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -