Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Starfmaður sjúkrahússins í Neskaupstað með Covid – Sjötíu sýni tekin í tengslum við smitið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seint í fyrradag var Covid-19 smit staðfest hjá starfsmanni Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupsstað. Í gær voru sjötíu sýni tekin í tengslum við þetta smit. Þá hafa heimsóknir á sjúkrahúsið verið takmarkaðar fram á þriðjudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi en Austurfrétt fjallaði um málið.

Segir í tilkynningunni að strax í gærmorgun hafi, í samvinnu við rakningateymi, verið ráðist í að kortleggja hverjir höfðu verið í samskiptum við starfsmanninn.

Svo að engin áhætta sé tekin voru allir þeir starfsmenn sem höfðu verið við vinnu á sjúkrahúsinu síðustu daga skimaðir í gær. Tekin voru alls um sjötíu sýni sem þarf svo að senda til Reykjavíkur til greiningar. Ættu því niðurstöður ekki að berast fyrr en seint í kvöld.

Ákveðið hefur verið, í samráði við sóttvarnateymi HSA að lámarka heimsóknir á sjúkrahúsið og hjúkrunarheimilið fram á þriðjudag, á meðan verið er að rannsaka mögulega útbreiðslu smits. Verða heimsóknir einungis leyfðar í sérstökum tilfellum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -