Föstudagur 11. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Stöðvun framkvæmda á Dynjandisheiði mótmælt harðlega: „Við skorum á stjórnvöld að girða sig í brók“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innviðafélag Vestfjarða lýsir mjög miklum vonbrigðum og furðu yfir fréttum af stöðu framkvæmda á Dynjandisheiði, nú þegar aðeins sjö kílómetra vantar upp á að bundið slitlag verði yfir heiðina alla. Vegagerðin svarar því einu að fjármagn skorti og ekkert verði aðhafst í bili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Innviðafélaginu.

„Innviðafélag Vestfjarða kallar eftir því við Innviðaráðherra  sem og þingmenn kjördæmisins að þeir skýri hverju sæti þessi verkótti og framkvæmdaleysi“, segir Unnar  Hermannsson, sem er stjórnarmaður í Innviðafélaginu. „Við skorum á stjórnvöld að girða sig í brók og klári að leggja  bundið slitlag á Dynjandisheiði. Annað er ófært.“

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Innviðafélag Vestfjarða lýsir mjög miklum vonbrigðum og furðu yfir  fréttum af stöðu framkvæmda á Dynjandisheiði, nú þegar aðeins sjö  kílómetra vantar upp á að bundið slitlag verði yfir heiðina alla.  Vegagerðin svarar því einu að fjármagn skorti og ekkert verði aðhafst  í bili.

Nú er verið að ljúka við annan áfanga á Dynjandisheiði. Þar með er komið bundið slitlag á um 24 af 31 kílómetra og því er einungis eftir þriðji áfangi, um sjö kílómetra kafli. Að því loknu verður loksins komið bundið slitlag milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða.  Gera má ráð fyrir að kostnaður við þennan síðasta kafla sé um 1,5  milljarðar króna. 

Árið 2020 samþykkti Alþingi samhljóða Samgönguáætlun 2020- 2034 þar sem gert var ráð fyrir að ljúka við vegagerð á heiðinni árið  2024. Um þetta var eining og þar fólst loforð til Vestfirðinga að vegi  yfir Dynjandisheiði yrði loks komið í betra horf með bundnu slitlagi. 

Það er með miklum ólíkindum að ekki eigi að standa við ákvörðun  Alþingis og ljúka við þessa örfáu kílómetra sem eru eftir á  Dynjandisheiði líkt og lofað var.

- Auglýsing -

Innviðafélag Vestfjarða 

Ísafirði 19. september 2024 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -