Mánudagur 27. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Sunna fékk óvænt starfslokasamning – Mannauðsstjóri Fjarðabyggðar skrifaði pistla um vanhæfa stjóra

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mannauðsstjóri Fjarðabyggðar, Sunna Arnardóttir, fékk starfslokasamning í hendurnar fyrir helgi. Er hún þá komin í hóp fjöldi starfsmanna skrifstofu sveitarfélagsins sem hætt hafa störfum á stuttum tíma.

Sunna Arnardóttir
Ljósmynd: Facebook

Líkt og Mannlíf sagði frá í gær er mikil ólga hjá starfsmönnum skrifstofu Fjarðabyggðar sem og hjá Fjarðabyggðarhöfnum, vegna tíðra uppsagna og lélegra starfshátta en 15 hættu þar á síðasta ári.

Sjá einnig: Fjarðabyggð neitar að svara spurningum Mannlífs um starfsmannamál: „Ástandið er mjög alvarlegt“

Sunna Arnardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, var ráðin sem mannauðsstjóri Fjarðabyggðar síðastliðið sumar en skrifaði undir starfslokasamning fyrir síðustu helgi. Í febrúar hafði hún skrifað pistla sem birtust á Vísi þar sem hún fjallaði um vanhæfa stjórnarhætti og meðvirkni á vinnustöðum. Þá var hún til viðtals í Dagmálum hjá Mbl í dag þar sem hún fór vel yfir slæma stjórnarhætti. Þykir mörgum þetta kaldhæðið í ljósi umræðunnar í Fjarðabyggð.

Illa hefur gengið að ráða í stöður þeirra sem hætt hafa en sviðsstjóri Framkvæmdasvið er ekki hættur þrátt fyrir að hafa sagt upp störfum fyrir áramót. „Starf hans og byggingafulltrúa voru auglýst og tvífaramlengdur frestur en engin sækir um. Hann er með áhaldahús og hafnir á sínu framfæri. Einn af þremur skipstjórum Fjarðabyggðarhafna sagði upp í haust og hætti fyrir áramót. Starfið hans hefur verið margauglýst og illa gengur að finna annan meðan öll önnur stóru hafnarsamlögin kafna í umsóknum,“ hefur Mannlíf eftir heimildarmanni. Bætti hann við: „Orðspor sveitarfélagsins hefur beðið mikinn skaða.“

Ekki náðist í Sunnu við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -