Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sveindís Jane sú tíunda besta í Svíþjóð – Íslenskir ofurhæfileikar tryggja henni stórgott tímabil

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Víkurfréttir segja frá því í dag að sænski vefmiðillinn Damallsvenskan Nyheter setji Sveindísi Jane Jónsdóttir, landsliðskonu í knattspyrnu, í tíunda sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins í sænsku knattspyrnunni.

Miðillinn segir að íslenskir ofurhæfileikar hennar hafi tryggt henni stórgott tímabil. Þar segir ennfremur að Sveindís sé einn allra fljótasti leikmaður sænsku deildarinnar og byggi þar að auki yfir frábærri tækni. Aukreitis segir í greininni að „hrottalega löng innköst“ Sveindísar, reynist vel í sóknum og séu oft stórhættuleg.

Sveindís Jane spilaði með Kristianstad á tímabilinu en liðið lenti í þriðja sæti deildarinnar en skoraði hún 6 mörk í 19 leikjum. Sveindís mun róa á ný mið um næstu mánaðarmót er hún gengur til liðs við þýska stórliðið Wolfsburg.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -