Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Þrír undir tvítugu grunaðir um sprengjugerð á Selfossi – Ekki krafist gæsluvarðhalds

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þrír einstaklingar undir tvítugu eru grunaðir um að búa til og sprengja sprengjur á Selfossi síðustu vikur. Hálfgerður sprengjufaraldur hefur verið á Selfossi undanfarið.

Líkt og Mannlíf sagði frá hefur lögreglan fengið tilkynningar um sprengingar á Selfossi undanfarna daga og vikur en síðastliðinn fimmtudagsmorgun var lögreglan með mikinn viðbúnað og götulokanir við Tryggvagötu og Engjaveg eftir að sérkennilegur hlutur fannst þar. Kom í ljós að um heimatilbúna flöskusprengju væri að ræða sem sérsveit ríkislögreglustjóra eyddi á staðnum.

Sjá einnig: Sprengjufaraldur á Selfossi – Sérsveitin eyddi heimatilbúinni sprengju sem fannst úti á götu

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu þar sem kom fram að unnið hafi verið að málinu fram eftir fimmtudeginum og að það hafi upplýst samdægurs.

Sveinn Kristján Rúnarss yfirlögregluþjónn sagði Mbl.is að vitað sé hverjir gerendurnir eru en þeir eru allir undir tvítugu og þurfa ekki að fara í gæsluvarðhald.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -