Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ungir Pólverjar gáfu Víkurbæ glænýtt skilti – Notuðu timbur úr nærumhverfinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungir Pólverjar gáfu Vík glænýtt og fallegt tréskilti eftir að hið gamla hafði eyðilagst í óveðri.

Í fjöldi ára hefur fallegt tréskilti eftir Jón Gunnar Jónsson, með bláum grunni og svörtum dröngum, boðið gesti Víkur velkomna. Í vetur fauk skiltið í óveðri, af stalli sínum og brotnaði það illa að ekki var unnt að gera við það.

Samkvæmt Sunnlenska.is komu þau Kamil og Kasia Zachariasz færandi hendi og gáfu sveitarfélaginu nýtt skilti. Þau Kamil og Kasia eru ungir listamenn frá Póllandi en þau hafa búið í Mýrdalnum síðastliðin þrjú ár.

Segjast þau hafa kolfallið fyrir Mýrdalnum og vilja hvergi annarsstaðar búa. Nýja skiltið er unnið úr timbri sem Kamil og Kasia hafa endurnýtt úr sínu nánasta umhverfi. Hafa þau verið að þróa aðferð frá því að þau fluttu til Víkur, sem þau nota við framleiðsluna en þau eru að búa til meðal annars samskonar lítil skilti sem þau hafa selt hjá Holly í Skoolbeans undir nafninu K&K Woodart.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -