Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Veðurofsinn í Reykjanesbæ: Á annan tug skipa í vari fyrir utan höfnina – sjáðu myndbandið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veðurofsinn lék Suðurnesjamenn grátt í nótt og nú í morgun en björgunarsveitarmenn höfðu í nægu að snúast. Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar tveimur ungum mönnum var naumlega bjargað úr Keflavíkurhöfn í Reykjanesbæ. Mennirnir urðu innlyksa í höfninni í kolvitlausu veðri þegar flóð stóð sem hæst. Svo virðist sem að þeir hafi ekið út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast á höfninni sem er þekkt fyrir að fara að hluta til undir sjó þegar að flæðir.

Snörp viðbrögð björgunarsveitarmanna, sem keyrðu ofan í stöðuvatnið á risastórum björgunarsveitarjeppa á fimmtíu tommu dekkjum, urðu til þess að þeir náðu að bjarga öðrum drengnum sem var komin upp á þak bílsins en hinn náði að koma sér upp af sjálfsdáðum. Svo mikið var flóðið að dekk jeppans sem björgunarsveitin ók, sem eins og áður segir eru af stærstu gerð, voru á kafi í sjó. Má með sanni segja að björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Suðurnes hafi í nótt bjargað mannslífum.

En það var ekki bara á landi sem menn lentu í vandræðum því á hafi úti var veðrið ekki skárra. Blaðamaður Mannlífs átti leið hjá Keflavíkurhöfn um hádegisbilið í dag og vakti athygli hversu mörg skip voru þar rétt fyrir utan. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Reykjaneshafna voru fjölmörg skip sem leituðu þar skjóls í gærkvöldi.

„Þetta eru fjórtán skip, bæði togarar og loðnuskip, sem eru þarna í vari og verða eitthvað áfram,“ sagði starfsmaðurinn en líkt og sést á meðfylgjandi ljósmynd og myndskeiði sem blaðamaður Mannlífs tók er ekki gott í sjóinn og því skiljanlegt að menn hafi leitað þar að vari.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -