Fimmtudagur 8. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

„Við sjáum ekki hvernig fjárlögin endurspegla það“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fram kemur á vefnum bbl.is að framlög til landbúnaðar séu ekki í takti við stefnu ríkisstjórnarinnar.

Segir einnig að á meðan ríkisstjórnin stefnir á eflingu landbúnaðarins á Íslandi; fjölga stoðum hans; treysta fæðuöryggi og mæta skuldbindingum í loftslagsmálum; ætlar ríkisstjórnin að lækka fjárframlag í málaflokknum.

Gert er ráð fyrir yfir 700 milljóna króna raunlækkun fjárframlaga til landbúnaðarins og stoðþjónustu, í fjárlögum fyrir árið 2023:

„Markmið ríkisstjórnarinnar snúa að eflingu innlendrar landbúnaðarframleiðslu með fæðuöryggi að leiðarljósi, en við sjáum ekki hvernig fjárlögin endurspegla það. Þau standa bara í stað varðandi búvörusamningana en aðrir liðir eru að lækka frekar en hitt,“ segir Hilmar Vilberg Gylfason, sem er lögfræðingur Bændasamtaka Íslands.

Til að stuðla að sjálfbærari landbúnaði á Íslandi með fæðu- og matvælaöryggi í fyrirrúmi þarf landbúnaðurinn að fá meira pláss í fjárlögum en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra leggur til, samkvæmt umsögn Bændasamtaka Íslands.

- Auglýsing -

Bent er á að framlag ríkisins til landbúnaðarins hafi lækkað frá aldamótum á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað talsvert og framleiðsla matvæla aukist í takt við þá þróun.

Einnig að þróun á ríkisstuðningi í samanburði við þróun á framleiðslumagni og eftirspurn sýnir að fjárframlag ríkisins hefur lækkað um þriðjung að raunvirði; hefur framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækkað um helming frá árinu 2000.

Vilja Bændasamtökin benda á að til að efla landbúnað hér á landi þurfi ríkisstjórnin að gera ráð fyrir frekari fjárframlögum fyrir ákveðin verkefni á kjörtímabilinu.

- Auglýsing -

Lagt er til að föst árleg framlög verði til plöntukynbóta, til innviðauppbyggingar tengda kornrækt annars vegar og áburðarframleiðslu hins vegar, sem og framlög til útrýmingar riðu í íslensku sauðfé með innleiðingu á ARR-arfgeninu. Einnig framlög til rannsókna vegna nýrrar nálgunar við afsetningu lífræns úrgangs og framlög til Bjargráðasjóðs/ Náttúruhamfaratrygginga Íslands til þess að bæta áföll í landbúnaðinum á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -