Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Vopnfirðingar minnast Violetu Mitul í kvöld – Ár liðið frá andláti knattspyrnukonunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Minningarathöfn verður haldin á Vopnafirði í kvöld í tilefni þess að ár er liðið frá því að moldóvska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum í bænum.

Austurfrétt segir frá því að Vopnfirðingar séu boðaðir til athafnar í kvöld við setubekk yst á Hafnarbyggðinni klukkan 18:00, þar sem minningarorð verða flutt sem og tónlist en tilefnið er að nú er ár síðan Violeta Mitul, knattspyrnukona frá Moldóvu, lést af slysförum er hún féll fram af klettum nærri smábátahöfninni í Vopnafirði en hún lék þar knattspyrnu með Einherja. Þá lék hún einnig með landsliði Moldóvu. Hún var aðeins 26 ára gömul er hún lést.

Blessuð sé minning Violetu

Að lokinni athöfninni verður gengið upp á íþróttavöllinn þar sem léttar veitingar verða í boðið og sagt frá sjóði sem stofnaður verður í minningu Violetu. Eru Vopnfirðingar hvattir til að kveikja á kertum við hús sín í tengslum við viðburðinn.

Þá eru áfallamiðstöðvar áfram opnar í Fjarðabyggð vegna þeirra áfalla sem samfélagið á svæðinu varð fyrir með stuttu millibili í síðasta mánuði. Frá klukkan 16-19 er áfallamiðstöðin í grunnskólanum í Breiðdal opin og á sama tíma í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun.

Í báðum miðstöðunum getur fólk komið til að spjalla og fá sálrænan stuðning í kjölfar áfallanna. Um er að ræða samstarfsverkefni HSA, Fjarðabyggðar og Rauða krossins.

Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn í síma 1717. Einnig er hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið [email protected], hafa samband við presta í gegnum netfangið[email protected] eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000, einnig má senda póst á netfangið [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -