2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Guðmundur Andri: „Við getum nefnilega ekki gengið bæði til vinstri og hægri í einu“

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði ríkisstjórnina um að vilja í raun standa í stað. „Við getum nefnilega ekki gengið bæði til vinstri og hægri í einu,“ sagði þingmaðurinn í eldhúsdagsumræðum. „Við förum bara í aðra áttina í senn eða við stöndum í stað.“

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórnina sýna viðleitni til aukinnar umhverfisverndar. Honum finnist hins vegar ekki gengið nægilega ákveðið í eina átt. Vinna þurfi markvisst af því að draga úr losun. „Við þurfum að gera sáttmála þvert yfir höf og lönd,“ sagði hann og bætti við að þar dugi ekki heimsmynd „músarholunnar.“

Hann sagði ríkisstjórnina annað hvort „´haldsama og auðhyggjusinnaða hægristjórn hagsmunagæslunnar“ eða „framsækna og frjálslynda vinstristjórn sem hefur almannahag að leiðarljósi.“ Guðmundur Andri sagði nauðsyn að nýta „óendanlegt ríkidæmi náttúrunnar með ást og þakklæti en ekki af meðvitundarleysi og frekju.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum