Fimmtudagur 2. febrúar, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Hvenær sér maður svona mann tvisvar?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nóttin var björt og blaut. Eins og ég. Ákvað að fara út og dansa í garðinum mínum. Að sjálfsögðu var ég með lagið  You Think You’re a Man með Divine á hæsta styrk í eyrunum og á rípít.

Shut the door, take a look around and tell me what you find. Shut the door, take a giant step for you and all mankind. Then don’t come back, I always gave you so much more than you deserve. No, don’t come back ‘Cause no one makes a fool of me, you’ve got a nerve to walk away. Mark the words, I’m gonna say: Mister, you just made a big mistake.

Þessi garður er sá stærsti sem ég hef átt og ég verð að sinna honum. Ég verð líka að dansa, alveg eins og Biggi Veira.

Maður sem líktist Paul Simon áður en hann missti hárið gekk inn í garðinn minn og heilsaði mér kumpánlega. Ég tók fálega í kveðju hans, enda hef ég alltaf verið fúll yfir því að Simon & Garfunkel hættu svona snemma.

Svo sá ég að mér, og kallaði á eftir manninum:

„There must 50 ways to leave your lover?“

- Auglýsing -

Maðurinn snéri við og gekk í áttina að mér. Stoppaði einum metra og 107 sentimetrum frá mér.

Sagði glaðlega:

„Miklu fleiri en 50 – trúðu mér, ég er kominn upp í 63 leiðir og sumar hef ég notað oftar einu sinni, og engin aðferðanna hefur klikkað.“

- Auglýsing -

Svo rétti hann mér inneignarkort í herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar upp á 174 þúsund krónur, og sagði að ég þyrfti bindi og flotta skó. Bætti við að í þeirri verslun fengi ég mun meira fyrir peninginn en hjá Kormáki & Skildi. Og einnig að ég yrði að nota hárnæringu.

Ég þakkaði fyrir mig, enda er sælla að þiggja en að gefa. Sem er hárrétt kjaftæði.

Hef oftsinnis hugsað til þessa manns sem var klæddur eins og módel klippt úr auglýsingu frá In Wear.

Hef ekki séð hann síðan. Hvenær sér maður svona mann tvisvar?

Ég þarf að vera duglegri að dansa í garðinum.

 

(Höf. -sms)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -