2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Með endurkomu á tískusýningarpallana

Andlitin sem mótuðu tískuheim tíunda áratugarins hafa hvert af öðru átt endurkomu á tískusýningarpallinn síðustu misserin. Í hænuskrefum virðist tískubransinn farinn að taka við sér og sýna fyrirsætur á breiðara aldursbili en áður.

 

STELLA TENNANT
Stella Tennant er ein af stærstu fyrirsætum tíunda áratugarins og getur brugðið sér í hvaða hlutverk sem er, hvort sem um ræðir hátískufatnað eða pönkarastíl. Stella sem er af skoskum aðalsættum og fjarskyld frænka Díönu prinsessu, átti meðal annars endurkomu á tískusýningarpallinn fyrir Salvatore Ferragamo.

Stella Tennant nýlega á tískupöllunum.

Stella Tennant við upphaf ferilsins.

AUGLÝSING


ALEK WEK
Alek Wek flúði borgarastyrjöld í heimalandinu Suður-Súdan til Bretlands árið 1991. Hún skaust hratt upp stjörnuhimininn og er skráð í sögubækurnar sem ein vinsælasta fyrirsæta tíunda áratugarins. Alek opnaði augu bransans fyrir þeldökkri fegurð og breytti honum til hins betra. Það má með sanni segja að það hafi tekist að hrista upp í fyrrum „normi“ því um helmingur vinsælustu fyrirsæta tískusýningarpalla dagsins í dag eru af afrískum uppruna.

Alek Wek tekur sig glæsilega út á tískupöllunum.

Alek Wek opnaði augu bransans fyrir þeldökkri fegurð.

KIRSTY HUME
Kirsty Hume sat fyrir í goðsagnakenndum tískuþætti fyrir tískubiblíuna Vogue á tíunda áratuginum þar sem hún klippti sjálf síðu ljósu lokkana sem hún er hvað þekktust fyrir. Hún var uppgötvuð af ljósmyndaranum Patrick Demarchelier og hefur unnið fyrir öll stærstu nöfnin í bransanum. Því var ánægjulegt að sjá hana eiga endurkomu á pallinn fyrir Michael Kors í fyrra. Nýlega sat hún fyrir með dóttur sinni og tvífara fyrir Vogue enn á ný og sannar að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Kirsty Hume nú.

Kirsty Hume sat fyrir í Vogue á tíunda áratuginum þar sem hún klippti sjálf síðu ljósu lokkana sem hún er hvað þekktust fyrir.

ERIN O´CONNOR
Karl Lagerfeld heitinn lýsti Erin sem einni bestu fyrirsætu heims en hún hefur meðal annars barist gegn óraunhæfum staðalímyndum í bransanum. Hún er þekkt fyrir dökka hárið, sem hún hefur leyft að grána náttúrulega, langa og granna útlimi og einstaklega fallegt og sterkt nef. Erin er og verður alltaf í uppáhaldi hjá okkur eins og mörgu tískuáhugafólki sem hin fullkomna listagyðja. Erin gekk niður tískusýningarpallinn snemma á árinu fyrir Schiaparelli komin átta mánuði á leið með sitt annað barn.

Erin gekk niður tískusýningarpallinn snemma á árinu fyrir Schiaparelli.

Erin O’Connor hefur meðal annars barist gegn óraunhæfum staðalímyndum í bransanum.

KIRSTEN OWEN
Kirsten Owen er með sérstakt útlit sem endurspeglaði tísku tíunda áratugarins einstaklega vel. Hún var meðal annars andlit Helmut Lang árið 1997 en tuttugu árum síðar var hún með „kombakk“ sem kitlaði tískuáhugafólk.

Kirsten Owen átti nýlega „kombakk“ sem kitlaði tískuáhugafólk.

Kirsten Owen er með sérstakt útlit sem endurspeglaði tísku tíunda áratugarins einstaklega vel.

CARMEN KASS
Carmen Kass var næstum jafnstórt nafn og Gisele Bundchen í kringum aldamótin. Carmen er þekkt í heimalandinu Eistlandi fyrir skákhæfileika sína en hún hefur einnig boðið sig fram til þings. Síðustu árin hefur hún meðal annars setið fyrir fyrir tískukeðjuna Zöru. Mikið var gaman að sjá ofurfyrirsætuna eiga endurkomu, við söknuðum hennar úr tískuheiminum.

Síðustu árin hefur Carmen Kass meðal annars setið fyrir fyrir tískukeðjuna Zöru.

Carmen er þekkt í heimalandinu Eistlandi fyrir skákhæfileika sína en hún hefur einnig boðið sig fram til þings.

MAGGIE RIZER
Maggie hefur löngum vakið aðdáun okkar en hún er ein af þessum einstöku andlitum tíunda áratugarins sem hefur átt endurkomu á tískupallinn. Hún hefur tekið snúning fyrir Michael Kors, Önnu Sui, Louis Vuitton og Prabal Gurung síðustu árin en hún eignaðist sitt fjórða barn í fyrrasumar.

Maggie Rizer hefur er ein af þessum einstöku andlitum tíunda áratugarins sem hefur átt endurkomu á tískupallinn.

Maggie Rizer árið 1998.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum