Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Stundum er betra en alltaf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

Hann: Ástin er góð, vináttan betri en kærleikurinn er bestur. Snilligáfa er víða en það er ekki hægt að festa hana við eitthvað eitt, ekki frekar en múrverk.

Hún: Alveg eins og gaddavír, þú prjónar ekki mikið úr honum.

Hann: Ég skil þig mjög vel, veit þetta er viðkvæmt. Eigum við að mála eldhúsið í sumar?

Hún: Það er erfitt. Og það er leiðinlegt. Málning er líka ofmetin.

Hann: Við erum svo leiðinleg saman.

- Auglýsing -

Hún: Þegar við tölum.

Hann: Það er stundum eins og ekkert áþreifanlegt sé til, bara hugarburður.

Hún: Já, og það er einnig eins og gluggar séu ekki til, heldur ekkert gler, bara allt opið. Það verður að lofta reglulega út. Viðra fötin. Affrysta ísskápinn. Þrífa innan úr skápunum og ramma inn minningar.

- Auglýsing -

Hann: Það er tómlegt án þín en dásamlegt.

Hún: Ég vil ekki hugsa svona mikið, vil það ekki. Alls ekki.

Hann: Einu sinni kveið ég alltaf vetrinum. Nú elska ég hann.

Hún: Einu sinni elskaði ég þig alltaf. Nú geri ég það bara stundum.

Hann: Vindáttirnar breytast, tískan breytist, gömul tónlist sem þú hefur ekki heyrt er jafn ný og ný tónlist. Andlit fölna, hár gránar. Glans breytist í matt. Fólk breytist, jafnvel til hins betra. En allt leitar jafnvægis. Alltaf er ekki til frekar en aldrei. Stundum er betra en alltaf.

Hún: Já.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -