Laugardagur 4. febrúar, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Tvær sögur fyrir svefninn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jarðað

Ég tók þátt í því að láta ömmu mína síga niður í jörðina.

Það var erfitt en hafðist og ég hugsa ekki oft um það.

Tárin sem streymdu þá úr augum mínum breyttust í nokkra pínulitla demanta á leiðinni niður í gröfina og skreyttu kistuna með fallegum hætti.

Síðan brauðterturnar.

_____________________________________
EPLI Á SAFNI

Með hálfétið gult epli í annarri hendi og reiðhjólahjálm á höfðinu gramsaði hún með hinni hendinni í veskinu sínu, sem var svart á lit og greinilega ekki langt síðan hún festi kaup á því, í leit að kortinu sínu.

Á meðan grét fjögurra ára gamalt barn á meðan þolinmóður faðir þess reyndi að klæða það í úlpu.

- Auglýsing -

Tuttugu og einni mínútu áður skilaði þéttvaxin kona bókum angandi af svitalykt; bækurnar voru sveittar en ekki konan.

Þegar konan með ríflega hálfétna eplið í annarri hendi virtist ekkert á leiðinni að finna kortið og biðröðin tekin að lengjast verulega greip ég í síðasta hálmstráið og náði að hætta að einblína á eplið og koma út úr mér einu óbrjáluðu setningunni sem í huga mínum var:

„Segðu mér bara kennitöluna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -