Kraftmiklar kjötbollur

EinfaldleikiMeðal

Kjötbollur - ódýr og auðveldur matur sem einnig er þægilegt að frysta.

Fyrir1 Skammtur

1

Kjötbollur eru ódýr og auðveldur matur sem einnig er þægilegt að frysta. Gott ráð er að steikja eina bollu fyrst og smakka. Þá er auðvelt að bæta við salti, pipar, kryddum eða hverju sem þurfa þykir til að bragðbæta farsið.

Grískar kjötbollur með fetaosti
u.þ.b. 20 stk.

400 g kjöthakk, gott að blanda nauta- og grísahakki
u.þ.b. 100 g hreinn fetaostur, maukaður gróft
2 brauðsneiðar, rifnar mjög fínt
2-3 msk. rjómi eða mjólk
¼ lítill rauðlaukur, rifinn fínt
3 hvítlauksgeirar, rifnir fínt
2 tsk. þurrkað oreganó
½ tsk. kanill
hnefafylli fersk mynta, söxuð smátt
safi og börkur af 1 sítrónu
1 egg
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 220°C. Blandið öllu saman og látið standa í 15-20 mín. Mótið litlar bollur og raðið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Steikið í ofninum í 15 mín. Stillið þá á grillið í nokkrar mín. og látið bollurnar brúnast fallega (eins má líka steikja bollurnar upp úr olíu á pönnu). Berið fram með pítubrauði, fersku salati og jógúrtsósu (sjá uppskrift).

Kjötbollur með indverskum blæ
12-14 stk.

400 g lambahakk eða nautahakk
1 egg
4 msk. brauðrasp
1 tsk. Garam masala-kryddblanda
½ tsk. kummin-duft
1 tsk. salt
nýmalaður svartur pipar
olía til steikingar

1 laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
1 tsk. Garam masala-kryddblanda
1 tsk. engiferduft
½ tsk. kanill
½ tsk. chili-flögur
1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
1-2 msk. hunang
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Blandið saman hakki, eggi, raspi og kryddum. Látið standa í 20-30 mín. Mótið nokkuð litlar bollur. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar þar til þær hafa brúnast fallega. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Bætið olíu á pönnuna ef þarf og steikið lauk við meðalhita þar til hann er farinn að mýkjast og verða glær. Bætið þá hvítlauk saman við og steikið í nokkrar mín. Setjið kryddin saman við og blandið vel. Bætið tómötum og hunangi út í og látið þetta malla saman í nokkrar mín. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið bollurnar í sósuna og látið sjóða varlega saman í nokkrar mín. Berið gjarnan fram með jógúrtsósu (sjá uppskrift), fersku salati og góðu brauði.

Ítalskar og ostafylltar kjötbollur
u.þ.b. 20 stk.

400 g nautahakk
börkur og safi af 1 lítilli sítrónu
2 hvítlauksgeirar, rifnir fínt
½ dl brauðrasp
hnefafylli fersk steinselja
¼ laukur, rifinn fínt
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
10 litlar mozzarella-kúlur, skornar í tvennt
olía til steikingar
1 stór krukka eða dós tilbúin pastasósa að eigin vali
rifinn parmesan-ostur

Blandið saman hakki, sítrónuberki og -safa, hvítlauk, raspi, steinselju, lauk og kryddið með salti og pipar. Látið standa í 20-30 mín. og mótið síðan bollur utan um mozzarella-ostbitana. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar þannig að þær brúnist fallega. Bætið þá sósunni út á pönnuna og látið þetta malla saman í nokkrar mín. Dreifið rifnum parmesan-osti yfir þegar rétturinn er borinn fram. Berið gjarnan fram með pasta, t.d. spaghetti eða linguini. Eins er gott að strá rifnum gratínosti yfir allt saman og setja undir grillið í ofninum í nokkrar mín. þar til osturinn hefur bráðnað og tekið fallegan lit.

Jógúrtsósa
2-3 dl grísk jógúrt
hnefafylli fersk mynta, söxuð
hnefafylli fersk steinselja, söxuð
2-3 msk. sítrónusafi
1-2 tsk. hunang
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu saman og smakkið til með salti, pipar, hunangi eða sítrónusafa.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Umsjón /
Myndir /
Stílisti /

Hráefni

Leiðbeiningar

1

Kjötbollur eru ódýr og auðveldur matur sem einnig er þægilegt að frysta. Gott ráð er að steikja eina bollu fyrst og smakka. Þá er auðvelt að bæta við salti, pipar, kryddum eða hverju sem þurfa þykir til að bragðbæta farsið.

Grískar kjötbollur með fetaosti
u.þ.b. 20 stk.

400 g kjöthakk, gott að blanda nauta- og grísahakki
u.þ.b. 100 g hreinn fetaostur, maukaður gróft
2 brauðsneiðar, rifnar mjög fínt
2-3 msk. rjómi eða mjólk
¼ lítill rauðlaukur, rifinn fínt
3 hvítlauksgeirar, rifnir fínt
2 tsk. þurrkað oreganó
½ tsk. kanill
hnefafylli fersk mynta, söxuð smátt
safi og börkur af 1 sítrónu
1 egg
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 220°C. Blandið öllu saman og látið standa í 15-20 mín. Mótið litlar bollur og raðið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Steikið í ofninum í 15 mín. Stillið þá á grillið í nokkrar mín. og látið bollurnar brúnast fallega (eins má líka steikja bollurnar upp úr olíu á pönnu). Berið fram með pítubrauði, fersku salati og jógúrtsósu (sjá uppskrift).

Kjötbollur með indverskum blæ
12-14 stk.

400 g lambahakk eða nautahakk
1 egg
4 msk. brauðrasp
1 tsk. Garam masala-kryddblanda
½ tsk. kummin-duft
1 tsk. salt
nýmalaður svartur pipar
olía til steikingar

1 laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
1 tsk. Garam masala-kryddblanda
1 tsk. engiferduft
½ tsk. kanill
½ tsk. chili-flögur
1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
1-2 msk. hunang
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Blandið saman hakki, eggi, raspi og kryddum. Látið standa í 20-30 mín. Mótið nokkuð litlar bollur. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar þar til þær hafa brúnast fallega. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Bætið olíu á pönnuna ef þarf og steikið lauk við meðalhita þar til hann er farinn að mýkjast og verða glær. Bætið þá hvítlauk saman við og steikið í nokkrar mín. Setjið kryddin saman við og blandið vel. Bætið tómötum og hunangi út í og látið þetta malla saman í nokkrar mín. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið bollurnar í sósuna og látið sjóða varlega saman í nokkrar mín. Berið gjarnan fram með jógúrtsósu (sjá uppskrift), fersku salati og góðu brauði.

Ítalskar og ostafylltar kjötbollur
u.þ.b. 20 stk.

400 g nautahakk
börkur og safi af 1 lítilli sítrónu
2 hvítlauksgeirar, rifnir fínt
½ dl brauðrasp
hnefafylli fersk steinselja
¼ laukur, rifinn fínt
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
10 litlar mozzarella-kúlur, skornar í tvennt
olía til steikingar
1 stór krukka eða dós tilbúin pastasósa að eigin vali
rifinn parmesan-ostur

Blandið saman hakki, sítrónuberki og -safa, hvítlauk, raspi, steinselju, lauk og kryddið með salti og pipar. Látið standa í 20-30 mín. og mótið síðan bollur utan um mozzarella-ostbitana. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar þannig að þær brúnist fallega. Bætið þá sósunni út á pönnuna og látið þetta malla saman í nokkrar mín. Dreifið rifnum parmesan-osti yfir þegar rétturinn er borinn fram. Berið gjarnan fram með pasta, t.d. spaghetti eða linguini. Eins er gott að strá rifnum gratínosti yfir allt saman og setja undir grillið í ofninum í nokkrar mín. þar til osturinn hefur bráðnað og tekið fallegan lit.

Jógúrtsósa
2-3 dl grísk jógúrt
hnefafylli fersk mynta, söxuð
hnefafylli fersk steinselja, söxuð
2-3 msk. sítrónusafi
1-2 tsk. hunang
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu saman og smakkið til með salti, pipar, hunangi eða sítrónusafa.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Kraftmiklar kjötbollur