Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Svalandi ferskjuís með saltkaramellusósu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á góðviðrisdögum er fátt meira næs en að fá sér ís. Það eru yfileitt alltaf langar raðir ísóðra einstaklinga við helstu íbúllur bæjarins. Líka á rigningardögum. Það er í rauninni frekar einfalt að útbúa sinn eigin ís, misflókið eftir tegundum en suma er hægt að gera í blandara á tíu mínútum og skella í frystinn í smástund og fá alveg frábæran ís.

Hér kemur uppskrift að ljúffengum ferskjuís. Svo fylgir uppskrift að geggjaðri saltkaramellusósu með sem fullkomnar ísinn!

Ferskjuís

8 ferskjur
4 msk. sykur
5 eggjarauður
1 egg
1 vanillustöng, fræin skafin úr
250 g sykur
1 l rjómi

Sláið saman eggjum, vanillufræjum, vanillustönginni og sykri yfir vatnsbaði þangað til blandan er orðin létt og ljós og vel heit.

Kælið í kæliskáp með plastfilmu yfir.

Ef þið eruð að flýta ykkur er gott að hella blöndunni í grunnt form, þá tekur kælingin styttri tíma.

Fjarlægið vanillustöngina. Léttþeytið rjómann og blandið ⅓ af honum saman við köldu eggjablönduna og blandið svo restinni mjög varlega út í.

- Auglýsing -

Setjið í ísgerðarvél skv. leiðbeiningum og svo í frysti. Ef þið eigið ekki þannig grip, fullþeytið þá rjómann og gerið eins og frystið. Hrærið svo í ísnum fjórum sinnum á klukkutíma fresti eða þangað til hann er alveg frosinn. Það er gott að frysta ísinn yfir nótt.

Ofnbakaðar ferskjur

Hitið ofninn í 180°C. Skerið ferskjurnar til helminga og fjarlægið steininn.

Raðið á ofnplötu og stráið sykrinum yfir. Bakið ferskjurnar í um 30-35 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar og byrjaðar að dökkna á köntunum.

- Auglýsing -

Kælið og skerið í litla bita. Passið að ná öllum vökvanum með. Blandið svo saman við ísblönduna. Það er líka hægt að nota nektarínur, plómur, epli, jarðarber eða hvað eina í staðinn fyrir ferskjurnar.

Saltkaramellusósa

115 g púðursykur
120 g smjör
1 vanillustöng, fræin skafin úr
1 tsk. sjávarsalt
3 dl rjómi
1 msk. hveiti

Setjið púðursykur, smjör og hveiti í pott og sjóðið saman í 3 mínútur á miðlungshita.

Setjið vanillufræin, vanillustöngina og salt saman við og sjóðið í litla stund. Passið að hræra vel í blöndunni.

Bætið rjómanum við og sjóðið í 2-3 mín. Sósan verður þykkari eftir því sem hún er soðin lengur. Fjarlægið vanillustöngina og setjið blönduna í ílát.

Geymist í 1-2 vikur í kæli. Hitið upp áður en þið berið karamellusósuna fram.

Umsjón / Gunnar Helgi Guðjónsson
Ljósmyndari / Hákon Björnsson
Stílisti / Kristín Dröfn Einarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -