Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ferðalög innanlands heilla meira en undanfarin ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þeim fækkar sem hyggja á ferðalög erlendis í sumarfríinu sínu í ár samanborið við fyrri ár en þeim sem áætla ferðalög innanlands fjölgar lítillega. Kjósendur hægri flokka eru líklegastir til að ferðast innanlands á meðan kjósendur Miðflokksins eru líklegastir til að sitja heima.

Þetta er kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 7. til 14. júní 2019.

Alls kváðust 38% landsmanna eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands, 40% kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan og 10% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumar.

Þegar litið er til breytinga yfir tíma má sjá að hlutfall þeirra sem sögðust einungis ætla að ferðast innanlands í ár (38%) reyndist það hæsta frá mælingum ársins 2014 (42%) en heildarhlutfall þeirra sem sögðust ætla að ferðast innanlands (78%) hefur ekki mælst hærra frá í júní 2014 (83%).

Þá fækkar þeim sem hyggja á ferðalög erlendis í (52%) frá mælingum síðasta árs (57%) en hlutfall þeirra hafði hækkað árlega frá mælingum ársins 2013 (35%). Þessi breyting kemur ekki á óvart í ljósi þess að flugkostum til og frá landinu hefur fækkað milli ára og er í takti við könnun MMR frá í apríl síðastliðnum þegar 17% þeirra sem tóku afstöðu svöruðu því til að þeir myndu fara sjaldnar til útlanda í kjölfar brotthvarfs WOW air.

Íbúar landsbyggðarinnar (44%) eru líklegri en íbúar af höfuðborgarsvæðinu (34%) til að segjast eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumar en svarendur af höfuðborgarsvæðinu reyndust líklegri til að segjast ætla að ferðast bæði innanlands og utan (45%) heldur en svarendur af landsbyggðinni (30%).

Nokkurn mun var að sjá á svörun eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Viðreisnar (46%) og Sjálfstæðisflokksins (40%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumar en stuðningsfólk Framsóknar (21%) reyndist líklegast til að segjast eingöngu ætla að ferðast utanlands. Þá reyndist stuðningsfólk Vinstri-grænna (47%) og Pírata (47%) líklegast til að segjast bæði ætla að ferðast innanlands og utan í sumarfríinu en stuðningsfólk Miðflokksins (17%) reyndist líklegast allra til að segjast ekki ætla að ferðast neitt í sumar.

- Auglýsing -

Nánar um könnunina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -