Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Matur eldri borgara voru matarleifar að sögn borgarstjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir rúmri viku fjallaði Mannlíf um mat sem eldri borgurum í þjónustuíbúðum aldraðra að Norðurbrún 1 í Reykjavík.

Sjá einnig: Þetta fengu eldri borgarar í hádegismat í dag – Kaldur plokkfiskur í brauðhleif

Elín Guðrún Jóhannsdóttir, dóttir Sólveigar Guðmundsdóttur, 82 ára sem var nýflutt í þjónustuíbúð þar vakti í viðtali við Mannlíf athygli á málinu.

Málið var tekið fyrir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á borgarstjórnarfundi í dag og svaraði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins um það hvers vegna ekki væri passað upp á að matur sem boðið væri upp á væri bæði hollur og neysluvænn.

Svaraði Dagur því til að um matarleifar væri að ræða ekki máltíð, sagði hann myndina sem tekin var ekki gefa rétta mynd af matnum eins og hann væri jafnan borinn fram. Dagur sagði að brauðhleif hefði verið stungið ofar í umbúðir utan af súpu.

Dagur sagði Reykjavíkurborg reka eldhús, sem eldaði mat sem væri sendur víða um borgina frá Vitatorgi. Maturinn væri bæði góður og girnilegur og næringarfræðingur væri að innleiða næringarviðmið í samræmi við matatstefnu borgarinnar.

- Auglýsing -

Allir geta skoðað matinn sem er boðið upp á

Dagur benti á að allir þeir sem vildu kynna sér hvað væri í matinn hverju sinni gætu skoðað nýja Facebook-síðu framleiðslueldhússins á Vitatorgi, þar væri maturinn sýndur á mynd dag hvern, til þess að gefa leiðbeiningar til þjónustustaða um framreiðslu hans.

Las Dagur því næst upp matseðil vikunnar, og sagði að um venjulegan heimilismat væri að ræða. Kvaðst Dagur geta staðfest að maturinn væri mjög bragðgóður, þar sem hann hefði fengið mat sendan til sín á skrifstofuna í eina viku á síðasta kjörtímabili.

- Auglýsing -

Vigdís sagði að ekki þýddi að bera því við að ljósmyndin væri gölluð, þar sem þetta væri það sem íbúar í Norðurbrún hefðu fengið í matinn þann dag.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -