Guðni ræðir við Svandísi: „Það eru miklar áskoranir – en okkur hefur tekist að halda í húmorinn“

top augl

„Það eru miklar áskoranir og þá ekki síst hjá sauðfjárbændum, afkoman er ekki góð. Fólk býr jafnvel við lítil efni og sumt hvert hreinlega við fátækt og það er ekki ásættanlegt og við verðum að horfa til þess þegar við leggjum grunn að nýjum búvörusamningi og öllu því sem fylgir því.

Við erum núþegar komin með lítinn innanhúshóp þar sem við ætum að byrja á því að leggja grunninn að því hvert við viljum stefna með landbúnaðinn og hvert við viljum stefna í því að setja hvatann á réttan stað bæði í sókn í loftslagsmálum, við höfum metnaðarfull markmið þar, og þar finnum við að bændur vilja leggjast á árar.

Sama gildir um skógrægt og landgræslu. Þetta er allt einn vefur. Gæta vel að landbúnaðarlandi, möguleikum þess, kortleggja það allt vel og nýta landið sem best fyrir samfélagið allt,” segir Svandís Svavarsdóttir sem lauk kjörtímabili sem heilbrigðisráðherra á dögunum og tók við sem sjávarútvegs-, landbúnaðar- og matvælaráðherra Íslands.

Guðna Ágústssonar Landbúnaðarráðherra Mannlífs ræddi við Svandísi um heilbrigðismálin, nýja ráðuneytið og samstarfið í ríkisstjórninni.

Heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt

Svandís fer yfir heilbrigðismálin og segir að:

„Þessi málaflokkur snerti okkur öll frá vöggu til grafar, bókstaflega. Þetta er málaflokkur sem snýst um almannaþjónustu hvar sem búum, hvers kyns sem við erum og á öllum aldri. Þess vegna höfum við öll skoðun á honum og heyrum þegar fólk verður fyrir vonbrigðum. Þó minna af því þegar vel gengur, sem er betur fer almenna reglan hjá okkur.

Á alla mælikvarða er heilbrigðiskerfið okkar sterkt og öflugt og búið alveg einstaklega öflugu og góðu fólki. Þessi málaflokkur er í sjálfu sér flókinn og þungur en svo kemur heimsfaraldurinn ofan á það í kjölfarið sem er mikil glíma.

Mitt mat var það að reyna í lengstu lög að halda í samstöðu þjóðarinnar og það myndum við ekki gera með því að vera stöðugt í forgrunni sjálf [stjórnmálamennirnir] því þá fer að myndast þessi spenna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það má ekki verða pólitískt hvort við gætum að fjarlægð, notum grímu og hugum að bólusetningum því það er það ekki í grunninn,” segir Svandís.

Ættuð úr Dölunum

Svandís er alin upp í Reykjavík en er ættuð úr Borgarfirði og Dölum en móður hennar úr Breiðafirði og af Ströndum og á því djúpar rætur í landbúnaði.

Átján ára gömul tók hún að sér kennslu í Hríesy samhliða því að stunda nám utan skóla við Menntaskólann við Hamrahlíð. Eftir að hún lauk námi við MH lærði hún almenn málvísindi við Háskóla Íslands, svo íslenska málfræði byggt á því og að lokum íslenskt táknmál. Að námi loknu fór hún svo að vinna á Samskiptamiðstöð Heyrnarlausra þar sem hún vann við frumkvöðlaverkefni í tengslum við samfélag þeirra sem nota táknmál sem sitt fyrsta tungumál eins og táknmálsmenntun við Háskólann og túlkun. Hún var svo kennari við þá deild í fjölmörg ár á eftir.

Svandís byrjaði seint í stjórnmálum því það var aldrei hannar fyrirætlun. Hún var 42 ára þegar hún settist á þing.

Spurð út í samtarf hennar og formannsins, Katrínar Jakobsdóttur, segir hún: „Við höfum unnið saman og talað saman upp á hvern einasta dag frá því árið 2009, í raun og veru samfleytt í tólf ár. Við tvær erum þær einu sem eru enn á sviðinu eftur ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms fyrir utan Oddnýju Harðardóttur.

Við erum í raun í annað sinn að ljúka fjögurra ára kjörtímabili innan ríkisstjórnar. Við erum ekki bara pólitískir bandamenn heldur erum við líka vinir og nágrannar. En það er mögnuð samstaða sem hefur verið á milli okkar allan tímann og ég þakka það því að hún er náttúrulega eitursnjöll og mjög skörp.

Okkur hefur tekist að halda í húmorinn og gleðinni allan tímann. Hún er einstaklega farsæl í að leiða saman ólík sjónarmið og koma fólki að niðustöðu og tala saman.”

Fyrst kvenna sem landbúnaðarráðherra Íslands

Svandís er nú fyrst kvenna til að skipa stöðu landbúnaðarráðherra á Íslandi „Mér hefur fundist skipta mjög miklu máli, fyrir utan það að landbúnaðurinn er fyrst og fremst matvælaframleiðslugrein, þá er hann líka partur af okkar menningarsögu og hann er partur af okkar byggðasögu og samfélagslegu og félagslegu kynslóðanna í gegnum aldir.
Það skiptir mjög miklu máli að við séum meðvitum um þennan þátt en ekki bara framleiðsluþáttinn. Þetta sér maður svo vel þegar það verða tæknibreytingar því þá er hætt við að það verði ákveðið rof í ákveðinni tækniþekkingu; ákveðnu samhengi frá einni kynslóð til annarar.

 

Við ætlum að byggja upp matvælaráðuneyti þar sem landbúnaður er í öndvegi, þar sem að sjávarútvegur snýst um gæða framleiðslu á sjávarfangi, þar sem við horfum ennþá meira til þess sem er grænt og vænt heldur en við höfum áður getað gert og þar sem við horfum meira til fæðuöryggis sem snýst um aþað að landið sé sjálfbært um matvælaframleiðslu í hæsta gæðaflokki fyrir íbúa þess.

Það getum við meðal annars gert með því að efla lífræna framleiðslu og áburðarframleiðslu innanlands og þarna eru fjöldamörg sóknartækifæri. Það skiptir máli að við séum sjálfbær um aðföng,” segir Svandís að lokum.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni