Ágúst beittur harðræði inni á Geðdeild: „Þetta er auðvitað bara nauðgun“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er hann Ágúst Kristján Steinarsson, stjórnunarráðgjafi, tónlistarmaður, fyrirlesari og rithöfundur. Ágúst er með langa sögu af geðkvillum sem og baráttu við krabbamein sem þeir tóku púlsinn á í þættinum.

Upplifði hrikalega meðferð á geðdeild

Ágúst greindist 19 ára með geðhvörf, en þó var það einungis manía þar sem hann fann ekki fyrir þunglyndi. Í samtalinu við þá Wiium bræður sagðist hann upplifa mikið ofbeldi og mikla hörku í viðmóti innan geðheilbrigðiskerfisins á Íslandi. Hann lýsti einu skipti er hann fór á geðdeild fyrir um 10 árum síðan:

„Ég fer sjálfviljugur inn á geðdeild, bið um hjálp og þau taka mér opnum örmum. Ég mæti lækni sem ég hélt fyrst að væri vistmaður því hann bar það með sér að vera ekki alveg í lagi. Og hann er að fylgjast með mér í þrjá daga og segir svo að ég geti farið. Þegar ég er að fara ákvað ég að stríða honum, ögra honum, man ekki nákvæmlega hvað ég sagði við hann en það endar á því að það kviknar eldur í augunum á honum og hann segir mér að hunskast í burtu. Ég varð þá mjög ánægður með sjálfan mig, að hafa tekist að ögra honum enda er það partur að maníunni, að ögra og ýta við status quo. En svo kem ég aftur daginn eftir því ég gleymdi bakpoka og er að leita að honum en er þar gripinn af lækni. Hann leiðir mig inn í herbergi þar sem við erum þrír fyrst. En svo fjölgar þeim og við erum orðnir sjö. En það var ekkert sem gerðist þarna, ekkert sem ég sagði eða gerði sem gaf þeim ástæðu til að fara svona með mig. En þetta endar með því að þeir beita mig lögreglubrögðum til að yfirbuga mig. Þarna eru komnir tveir lögreglumenn líka inn í dæmið. Um leið og þeir sjá veikan blett á mér, stökkva þeir á mig.“

Gunnar spurði Ágúst hvort um hafi verið að ræða sjálfræðissviptingu og játaði hann því.
„Þegar þarna er komið við sögu þurfti ekki fjölskylduna til að svipa mig sjálfræði, bara dómstóla,“ svaraði Ágúst en sagði að það hefði gerst áður að fjölskyldan lét svipta hann sjálfræðinu. „En já, þeirra umboð er nokkuð skýrt og það sem gerist er að þú verður bara svertingi fyrir 150 árum, þú verður „persona non grata“. Það er ekki hlustað og maður er auðvitað í skrítnu ástandi en þrátt fyrir að maður er að reyna að tjá sig og láta vita hvernig manni líður, er ekki hlustað. Þau eru ekki til staðar fyrir mann, þau eru ekki að hjálpa manni, þau eru bara að láta mann gera hluti sem þau vilja að maður geri. Eða það er að minnsta kosti upplifunin.“

Davíð spurði Ágúst hver aðdragandi sé á þessari aðför, af hverju þetta hafi gerst en því svarar Ágúst til að „þeir“ hafi greinilega fengið bakþanka, einhverra hluta vegna. „Ég gekk inn á geðdeildina eins og bara klippur út úr bandarískri „jocky“ háskóla bíómynd, ég er mættur á staðinn og læt fara svolítið mikið fyrir mér og ætla að rugla í þeim og vera með galdratrix og fleira,“ sagði Ágúst brosandi. Bætir hann því svo við að einhverra hluta vegna hafi þeir svo fengið bakþanka með að senda hann aftur heim og loka hann inn í herbergi þar sem hann vissi ekkert hvað var í gangi enda í maníu. Þar er hann afklæddur, lagður í jörðina og sprautaður í báðar rasskinnarnar. „Þetta er auðvitað bara nauðgun, ekkert annað.“ Bætti Ágúst því við að ekkert hafi komist að hjá honum á þessum augnabliki annað en reiði. „Ég hefði getað verið niðurbrotinn og hræddur og allskonar en það eina sem var pláss fyrir var reiði. Ég vaknaði svo inni í þessu herbergi sem var gætt af öryggisvörðum og er í þeirra höndum í 7 eða 10 daga.“

Vildi Ágúst þó koma því til skila að allir væru að gera sitt besta hér á landi og um að sé að ræða kerfisvanda en aðstæður starfsmanna séu mjög krefjandi.

Lyfin ekki eina lausnin

Ágúst ræddi einnig við Wiium bræður um lyfjagjöf á geðheilbrigðissviðinu en hann segist ekki með öllu andsnúinn lyfjagjöf enda taki hann inn lyf í dag. Segir hann þó að stundum sé eins og lyfin séu eina lausnin, sem hann sé sannfærður um að sé ekki raunin. „Ég var alltaf á móti lyfjum og geðdeild því þetta virkaði ekki en svo fór ég til Danmerkur og sá að þetta virkaði. Notum lyf ef þau virka en við þurfum að gera þetta heildstætt.“

Gunnar nefndi dæmi um allan þann fjölda sem góðvinur hans hefur fengið en sá vinur sætti sjálfræðissviptingu og lyfjum var þvingað í hann.

„Og tekið skal fram að ekki er verið að bjóða honum þessi úrræði, þeim er klínt á hann með valdi og viðurstyggilegu ofbeldi því jú, maðurinn hefur verið sviptur frelsi í hvert skipti,“ sagði Gunnar áður en hann þuldi upp lyfin.

Listinn yfir þau lyf sem geðheilbrigðiskerfið hefur reynt á vin Gunnars er svohljóðandi:

LithiumCipralexZoloftProzacWellbutrinRisperdalZyprexa, Invega, ClozapineSeroquelAbilifyHaldolPeratsinPhenerganKlórprómasinRítalinConcertaStratteraLibriumSobrillTemestadRivotrill og Venlaxafine.

Allt annað viðhorf í Kaupmannahöfn

Á tíðum fannst Ágústi viðhorf og meðferð starfsmanna neikvæð og niðurbrjótandi, þar sem væri jafnvel skortur á samkennd..

En þegar hann var vistaður á spítala í Kaupmannahöfn eftir að hafa verið tekinn fastur af lögreglu, kviknakinn á einhverju torginu. Hagaði hann sér mjög illa í lögreglugæslunni. En á spítalanum upplifði hann allt annað andrúmsloft, þar fann hann fyrir mikilli manngæsku og ást.

„Þar er ég ólaður niður, sem er ekki gert á Íslandi. Þar er ég lyfjaður meira en gert er á Íslandi og haga mér bara mjög vel. Þau gerðu þetta bara rétt. Ég upplifði kærleik, ást og þolinmæði.“

Þetta var hans síðasta maníukast en Ágúst hefur náð tökum á lífi sínu eftir þetta og er nú á níunda ári án maníukasta án maníukasta en Ágúst veltir því jafnvel upp hvort þessi góða meðferð sem hann fékk í Danmörku hafi lagt grunn að þessu jafnvægi og heilbrigði sem hann er þakklátur fyrir í dag.

Þennan einlæga og afslappaða þátt má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan sem og að Þvottahúsið má finna á öllum helstu streymisveitum, spotify meðal annars.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni