Bankastrætismálið – Jón Pétur stígur fram: „Þeir voru búnir að vera að henda bensínsprengjum“

top augl

Jón Pétur Vågseið var einn þeirra sem fóru inn á Bankastræti Club þar sem menn úr svokölluðum „Latínahópi“ voru saman komnir. Þar brutust út slagsmál sem enduðu með því að tveir menn voru stungnir, báðir úr fyrrnefndum hópi. Jón var sagður vera foringi hópsins sem réðst inn á skemmtistaðinn en hann var handtekinn og sat inni í sex daga.

Jón Pétur segir alla söguna í einlægu viðtali við Reyni Traustason í þættinum Mannlífið.

„Við ætluðum að fara þangað til að fá þessa latínuhópa til þess að láta konurnar okkar og fjölskyldu í friði. Þeir voru búnir að vera síðustu viku að henda bensínsprengjum, mæta með sveðjur og sendu fullt af hótunum. Áður en við fórum af stað vorum við búnir að fá upplýsingar um að þeir væru að leita að heimilisföngum og vinnustöðum hjá konunum okkar,“ segir Jón Pétur.

Viðtalið verður birt í heild sinni klukkan níu í kvöld á mannlif.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni