Eldur vill stöðva tilraunastarfsemi á börnum:„Börn byrja að skilgreina sig sem trans 10 ára“

top augl

Eldur Deville hefur undanfarin ár kynnt sér málefni barna með kynama eða svokallaðara trans barna. Hann fordæmir lyfjagjafir hér á landi en oft eru trans börn sett á „stopphormóna“ við kynþroskaaldur. Hormónarnir stöðva náttúrulegt kynþroskaferli líkamans og á að auðvelda meðferðir til kynleiðréttingar seinna meir. Langtímarannsóknir á lyfinu hafa þó ekki verið gerðar, enda ekki komin næg reynsla á þeim. Eldur segir notkun lyfsins vera tilraunastarfsemi á börnum og eigi alfarið að hætta notkun þess, eins og gert hefur verið í nokkrum löndum.

Eldur og eiginmaður hans búa í Bretlandi og þar var nýlega sett bann á notkun stopphormóna þegar rannsóknir fóru að sýna fram á alvarlegar aukaverkanir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni