Þriðjudagur 10. september, 2024
4.7 C
Reykjavik

Fátækt í æsku hafði mótandi áhrif á Sönnu: „Það náttúrulega á ekki að líðast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þar síðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Í þættinum ræðir Sanna meðal annars um fátækt á Íslandi en Sanna hitti móður sína aðeins á morgnana á virkum vegna vinnu þegar hún var ung. Hún segir meðal annars frá því að laun móður hennar dugðu ekki út mánuðinn og hefur slíkt haft mikil áhrif á hvernig Sanna nálgast lífið og stjórnmál.

„Að vera svangur og þurfa að vera alltaf að neita sér um hluti og ekki að búast við einhverjum góðum hlutum. Það alveg situr lengi í manni, það mótar allt sem ég geri í mínu stafi. Vitandi að það er fátækt fólk á Íslandi í þessu ríka samfélagi, að það séu svöng börn sem fara svöng að sofa. Það náttúrulega á ekki að líðast.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -